Gripla - 20.12.2008, Page 288
GRIPLA286
og rækilegar vísað í heimildir en í SkP (dæmi: Nikulás Bergsson). Þessi
verk hafa að sjálfsögðu ekki misst gildi sitt, og allra síst Lexicon Poeticum
Sveinbjarnar og Finns. Ástæða þessa er margþætt, nægir að nefna að LexPo
telur upp öll kvæði þar sem einstök orð og kenningar koma fyrir, og rennir
það gjarna stoðum undir túlkanir á erfiðum stöðum dróttkvæða að rann-
saka merkingu samskonar kenninga eða orðalags í öðru kvæðasamhengi.
Einn helsti styrkur SkP er samspil hinna prentuðu binda við vefútgáf-
una, þar sem finna má uppritun (transcript) af grunnhandriti kvæðis, og
einnig skannaða mynd af sjálfu handritinu sem um ræðir (sbr. bls. lxviii).
Að auki fær notandinn skannaða mynd af uppritunum Finns Jónssonar
(AI) og normalíseringu hans (BI), og sparar það mörg sporin. Í þessu
tilviki mætti kannski heldur tala um byltingu en framför, og hér ber að
nefna Tarrin Wills sem hefur hannað vefútgáfuna og farist vel úr hendi.
Með þessari útgáfu eru norræn dróttkvæði endanlega orðin aðgengileg
öllum jarðarbúum, orðin hluti af heimsmenningunni, þó segja mætti að
þau séu að mestu óuppgötvaður fjársjóður í fagurfræðilegu og hugfræðilegu
(cognitive) samhengi.
Textafræði SkP hefst með æviágripi skáldsins, þessu næst er ritstjóri
viðkomandi kvæðis eða kvæðabrots tilgreindur. Í kynningu hans á efninu
(Introduction) er sögu- og menningarlegu samhengi kvæðisins gerð skil,
varðveislu þess í handritum og færð rök fyrir aldursgreiningu. Hér velja
einnig sumir ritstjóranna að færa rök fyrir vali sínu á handritinu sem lagt
er til grundvallar við framsetningu textans.
Sérhver stöðluð framsetning (normalisering) á kvæði sem varðveitt er
í fleiri en einu handriti hvílir alltaf á meira eða minna huglægum og fyr-
irframgefnum forsendum textafræðingsins. Ljóst er að í þessari útgáfu er
kostað kapps um að hafa þessar forsendur svo vísindalegar eða hlutlægar
sem framast er unnt. Til marks um það er leiðréttingum á texta haldið í
lágmarki, og þær skáletraðar og nánar útlistaðar í athugasemdum (Notes).
Er hér um mikla framför frá eldri útgáfum að ræða þar sem „betrumbætur“
voru gjarnan dulbúnar við fyrstu sýn.
Helsta undantekningin frá þessari reglu er gerð þegar bragformið sjálft
kallar á breytingar (bls. lxix), og verður af þessu ljóst það viðmið sem
framar öðrum liggur til grundvallar samræmingunni (þ.e. vali á lesháttum
handrita): Þar er bragfræðilega „réttasti“ leshátturinn tekinn framyfir
aðra. Þetta textafræðilega viðmið er sjálfsagt ekki nýtt af nálinni. Snorri