Gripla - 20.12.2008, Síða 291
289
kommer mig dog, at meningen, og ikke de enkelte kenninger, her er det
vigtigste“ skrifar Finnur Jónsson í inngangsorðum að sinni útgáfu (AI, bls.
VIII). Þannig hefur hið margþætta skáldlega hlutverk kenninga ekki komið
fram í þýðingum fyrr en nú, og hér er að sjálfsögðu ekki einungis um fag-
urfræðilegt hlutverk kenninga að ræða, heldur og hugrenningatengsl og vís-
anir skáldanna í sagnabrunn um goð og hetjur sem haft getur úrslitakosti
um túlkun vísunnar. Það er varla ofsögum sagt að með SkP verði ‘the way
of saying it’ í fyrsta sinn sýnilegt hinum breiðari hópi dróttkvæðalesenda.
Á eftir þýðingu vísunnar eru taldir upp helstu leshættir annarra handrita
(Readings), með skammstöfunum á handritum sem leystar eru upp í kynn-
ingartexta hvers kvæðis. Annað nýmæli er vísun í eldri útgáfur (undir
fyrirsögninni Editions), þar sem koma eiga fram „all significant previous
editions of the text“ (bls. lxix). Nú hef ég ekki grandskoðað hvert kvæði í
þessu samhengi, en það er óneitanlega undarlegt er kemur að Geisla Einarrs
Skúlasonar, að útgáfu Guðbrands Vigfússonar og F. York Powells á kvæð-
inu í Corpus Poeticum Borealis (1883), sé hvergi getið, einkum vegna þess að
þar er líka fyrstu þýðingu kvæðisins á ensku að finna.
Í athugasemdum og skýringum (Notes) er það síðan takmark ritstjóra
að taka upp ýmislegt er varðar hljóðfræði, bragfræði og merkingu orða,
en umfram allt túlkunaratriði og spurningar um víðara samhengi textans
(bls. lxix). Þegar blaðað er í 7. bindi má sjá að athugasemdir eru ólíkar að
vöxtum, og skýrist það jafnt af eðli sjálfs textans sem og af vali viðeigandi
ritstjóra. Þar sem athugasemdir SkP eiga eflaust eftir að vera „stýrandi“
hvað varðar umræðu kvæðanna í framtíðinni, er ekki úr vegi að kasta ljósi
á það stundlega og huglæga í nauðsynlegu vali ritstjórans er kemur að
athugasemdunum, sem eiga að geyma ‘hið markverða’ (significant) hvað
þessi atriði varðar. Svo við höldum okkur við Geisla undir ritstjórn Martin
Chase þá er ljóst að Chase gerir sér far um að draga fram hinn guðfræðilega
lærdóm sem Einarr sýnir í kvæði sínu, og er sú umfjöllun vönduð í alla
staði. En í Geisla er líka að finna skáld sem stendur föstum fótum í drótt-
kvæðahefðinni, og er trygglyndi hans við gömlu hefðina stundum engu
minna afrek en þekking hans á nýjustu guðfræðikreddum. Hefði maður
valið að draga fram einnig þessa hlið skáldsins, hefði mátt nefna við 11. vísu
að hendingin „þjóð né þvílíkr þengill fœðisk“ er ritklif sem vísar til elstu
skálda, en sem Einarr gefur hér nýjar víddir. Ekki síður áhugavert væri að
velta upp spurningum um andstæðuspennuna í kenningum Einars, ss. þar
RITDÓMUR