Gripla - 20.12.2008, Page 292
GRIPLA290
sem Ólafr helgi birtist okkur jafnt sem „gunnǫflugr geisli sólar miskunnar“
(v. 1) og „munnrjóðr hugins“ (v. 13), sem er brigði á kenningamódelið um
hermanninn sem ÞANN ER METTAR HRÆFUGLINN. Þó vissulega sé
nefnt í inngangi (bls. lvii) að slíkar vendingar hafi að öllum líkindum ekki
kallað á ósamræmi í hugum áheyrenda eins og hjá fræðimönnum nútímans,
þá velta slík dæmi óneitanlega upp spurningum um stirðnun kenningamáls-
ins og/eða sýn á konunginn á miðöldum sem ofan og utan við siðfræðileg
viðmið kristinna manna yfirleitt (skáldið nefnir reyndar í vísunni að kon-
ungurinn sá hafi skriftað beint til Guðs, öndvert við aðra menn).
Hvað varðar inngangsorð 7. bindis (e. Margaret Clunies Ross og Kari Ellen
Gade), þá er þar að finna skýra yfirsýn yfir bæði markmið útgáfunnar,
ágrip um hin kristnu kvæði, varðveislu þeirra og rannsóknarsögu, sem
reyndar er í rýrasta lagi, líkt og ritstjórar nefna (bls. liii), en með SkP er
vissulega grunnur lagður að frekari rannsóknum. Það er t.d. undravert að
kafli um menningarlegt samhengi kvæðanna (m.a. áheyrendur) losi aðeins
rúma blaðsíðu, en þar kemur fram að kvæðin hafi helst fengið áheyrn meðal
sérstakra veraldlegra eða geistlegra hópa (elítu) á Íslandi, þ.e. þeirra sem
bjuggu yfir hinum nauðsynlega lærdómi sem þarf til að skilja dróttkvæði.
Þessi framsetning minnir á kenningar fræðimanna líkt og John Lindow
(1975) og Margaret Clunies Ross (2005), sem vilja líta á dróttkvæði sem
grein hinna fáu útvöldu sökum hins flókna forms. Líkt og Else Mundal
(2004) hefur bent á í samhengi eldri kvæða, þá er varðveisla dróttkvæða í
munnlegri geymd háð því að þau hafi haft víðari skírskotun í samfélaginu
en meðal fárra útvalinna. Einnig kemur fram að mörg kvæðanna í 7. bindi
hafa yfirbragð predikunar (homiletic) (bls. xliv), og í ljósi klárleikans sem
af skín, myndi undirritaður ekki útiloka að sjálfur söfnuðurinn, alþýðan,
hafi fengið að hlýða á, og hafi skilið, slíkan kveðskap. Dróttkvæði eru varla
svo framandi í menningu þar sem þau eru höfð yfir og kenningamódelin
eru hugtakalegur (conceptual) veruleiki.
Í kafla um bragform og orðfæri kvæðanna (7) er ýmsum áhugaverðum
spurningum velt upp, ss. um það þegar skáldunum fer að skjöplast í gamla
skáldamálinu og gera vitlausar kenningar (þetta tekur Kirsten Wolf nánar
upp t.d. í umfjöllun um Kátrínardrápu [sic] (bls. 931 ofr.), og tilfærð dæmi
um það hvernig mælskulist og guðfræðileg hugtök miðalda eru nýtt af
skáldunum til að blása nýju lífi í hefðina. Bindi 7 skiptist í tvær vandlega