Gripla - 20.12.2008, Page 296
GRIPLA294
skól ans í Greifswald 1992–1994. Rannsóknir hans beindust að norrænum
bókmenntum sautjándu og átjándu aldar, svo og tuttugustu aldar, þar á
meðal birti hann greinar um skáldverk Halldórs Laxness, skrifaði um
og þýddi ljóð Matthíasar Johannessen. Árið 1995 var bók hans Halldór
Laxness. Die Romane. Eine Einführung gefin út í Sviss og 1996 birtust í
Þýskalandi þýðingar hans á ljóðum úr ljóðasafni Matthíasar Johannessen
Sálmar á atómöld. Hin síðari ár var Wilhelm Friese ekki síður afkastamikill
og gaf út bækur sem tengjast íslenskum fræðum á ýmsan hátt. Hann gaf
út tvær sýnisbækur með ljóðum helstu barokkskálda á Norðurlöndum. Í
fyrri bókinni Nordische Barocklyrik 1999 er Hallgrímur Pétursson fulltrúi
Íslands en í þeirri seinni, Skandinavische Lyrik im 17. Jahrhundert 2003
varð Stefán Ólafsson fyrir valinu. Texti kvæðanna er birtur bæði á frum-
málinu og í þýskri þýðingu Wilhelms Friese. Í bókinni Abenteuer mit den
Deutschen sem sækir titil sinn í einn kafla Íslandsklukkunnar rekur hann
samskipti hinna norrænu þjóða, bæði ánægjuleg og erfið, við nágrann-
ann mikla í suðri, Þýskaland. Árið 2006 komu út fleiri þýðingar á ljóðum
Matthíasar Johannessen í bókinni Hér slær þitt hjarta/Hier schlägt dein Herz
með textum á íslensku og þýsku.
Í bókinni Begegnungen mit Halldór Kiljan Laxness sem kom út síðastliðið
sumar, að Friese látnum, lýsir hann samskiptum sínum við Halldór Laxness
sem hann kynntist fyrst með því að lesa Sölku Völku og nokkru síðar
Íslandsklukkuna þegar þær komu út á þýsku. Það heyrði þá til undantekn-
inga að í Austur-Þýskalandi kæmu út bækur eftir höfunda frá vestrænum
ríkjum. Bréfaskipti þeirra Halldórs og Wilhelms hófust eftir það og í
bókinni eru birt bréf sem Halldór skrifaði til Friese á þýsku, það fyrsta
frá Halldóri er dagsett á Hotel d’Angleterre í Kaupmannahöfn árið 1953.
Meðan Friese var enn aðstoðarkennari í Greifswald hófst hann handa við
að þýða Silfurtunglið (frumflutt í Þjóðleikhúsinu 9. október 1954 og kom
út á prenti sama dag hjá Vöku Helgafelli) eftir Laxness og var hugmyndin
sú að það yrði sett á svið í Þýskalandi. Af því varð þó aldrei, sennilega ekki
síst vegna þess að Bertolt Brecht lagðist gegn því eftir að hafa séð leikritið
á sviði í Moskvu; honum fannst það gamaldags bæði hvað varðaði efni
og form (sjá Begegnungen mit Halldór Kiljan Laxness, bls. 59). Wilhelm
Friese yfirgaf Austur-Þýskaland árið 1958 eins og áður kom fram. Hann
segir: „In der ‘Stalinisierungsphase’ des Hochschulwesens, konnte ich der
Forderung, dass jeder an einer Hochschule tätige Assistent die Lehren