Valsblaðið - 01.05.2014, Síða 13

Valsblaðið - 01.05.2014, Síða 13
Valsblaðið 2014 13 Ungir Valsarar Margrét byrjaði fyrst að æfa hand- bolta þegar hún var 9 ára en hætti eft- ir stuttan tíma og fór að æfa skauta í nokkur ár. Síðan ákvað hún í 5. flokki á eldra ári að fara aftur yfir i hand- boltann og hún sér ekki eftir að hafa byrjað aftur. Hvers vegna handbolti, hefur þú æft aðrar greinar? „Mér þykir handbolti mjög skemmtileg íþrótt og hef haft áhuga í langan tíma en eins og áður kom fram hef ég æft skauta, ég hef líka eitt- hvað prufað mig áfram í dansi, það hent- aði mér ekki heldur.“ Hvernig gengur ykkur á þessu ári? „Okkur hefur ekki alveg gengið nógu vel í ár í deildinni en erum á uppleið. Við tókum þátt í Reykjavíkurmótinu og okk- ur gekk mun betur þar en okkur er búið að ganga í deildinni. Hópurinn er mjög sterkur og góður, skemmtilegar stelpur sem ég er að æfa með.“ Hvernig eru þjálfararnir? „Arnar Daði er núna að þjálfa 3. flokkinn og mér þyk- ir hann góður þjálfari, hann hlustar á hvað maður hefur að segja og sýnir metnað við þjálfun. Það sem mér þykir einkenna góðan þjálfara er að hann hlust- ar, sýnir metnað og gerir kröfur til leik- manna.“ Skemmtileg atvik úr boltanum. „Það sem er mér ofarlega í huga var þegar lið- ið mitt vann fyrsta leikinn sinn. Þá vor- um við staddar í Eyjum á Vestmanna- eyjamótinu allar tiltölulega nýbyrjaðar í handbolta og höfðum ekki unnið leik, þá lentum við á móti liði sem var líka ný- byrjað og við unnum þær 3-2. Það ríkti mikil gleði innan liðsins og við vorum loksins orðnar góðar.“ Fyrirmyndir í handboltanum. „Fyrir- myndin mín í handboltanum er fyrrum Valsarinn Anna Úrsúla. Það að hafa fengið að æfa með henni í fyrra sýndi mér hvað hún er frábær karakter bæði utan sem innan vallar.“ Hvað þarf til að ná langt í handbolta eða íþróttum almennt? „Til þess að ná langt í handbolta þarf að æfa sig auka- lega og gefa alltaf 100% í allar æfingar, einnig er gríðalega mikilvægt að sýna metnað og setja sér markmið bæði lítil og stór. Það sem ég þarf að bæta hjá mér er styrkur ég er ekki alveg nógu sterk lík- amlega.“ Hverjir eru framtíðardraumar þínir? „Eftir 10 ár ætla ég að vona að ég verði ennþá á fullu í handboltanum. Ég mun einnig verða vel menntuð og komin með fjölskyldu.“ Frægur Valsari í fjölskyldunni? „Eng- inn frægur Valsari í minni fjölskyldu svo að ég býst við því að ég sé frægust hing- að til. Pabbi minn var hins vegar besti íþróttamaðurinn í fjölskyldunni, hann æfði handbolta og fótbolta og spilaði fyr- ir yngri landsliðin í báðum greinum.“ Hvaða hvatningu og stuðning hefur þú fengið frá foreldrum þínum og fjöl- skyldu í sambandi við handboltann? „Ég fæ mikinn stuðning frá foreldrum mínum og systur, þau mæta á alla leiki sem þau komast á og yfirleitt verður mamma hás daginn eftir. Stuðningur for- eldra er gífurlega mikilvægur að mínu mati. Allir ættu að hafa einhvern að til þess að styðja við bakið á sér því að hvatning er svo mikilvæg.“ Hvað finnst þér mikilvægtast að gera hjá Val til að efla starfið í yngri flokk- um? „Mér þykir mikilvægt að yngri krakkar hafi góða þjálfara sem gefur þeim góðan grunn og metnað, hann verð- ur einnig að vilja að krakkar nái langt í greininni sem þau æfa.“ Hvernig er aðstaðan á Hlíðarenda til að æfa handbolta? „Mér þykir aðstaðan mjög góð, flottir salir bæði handboltasal- ir og lyftingarsalurinn.“ Hvað finnst þér að Valur geti gert til að stuðla að jafnrétti í íþróttum? „Mikilvægt er að stelpur og strákar hafi jafn góða þjálfara og jafn marga æfinga- tíma í viku.“ Hver stofnaði Val og hvenær? „Friðrik Friðriksson, 11. maí 1911.“ Hver eru þín einkunnarorð (mottó)? Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig.“ Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig Margrét Vignisdóttir er 17 ára og leikur handbolta með 3. flokki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.