Valsblaðið - 01.05.2014, Page 15
Valsblaðið 2014 15
Konukvöld Vals festir sig í sessi
Gaman að vera saman
LAUGAR
DAGSKV
ÖLDIÐ 21
. MARS 2
015
Vodafon
ehöllinni
Hlíðaren
da
Konukvöld Vals var haldið með pompi og prakt þann 1. mars síð-
astliðinn. Hafður hefur verið sá háttur á að einhverri einni deild
félagsins hefur verðið boðið að sjá um kvöldið og fengið að laun-
um hagnaðinn til ráðstöfunar. Þarna er því flott tækifæri fyrir
deildirnar að afla sér tekna sem kann að hafa verið erfitt síðast-
liðin ár í kjölfar kreppu. Það var meistaraflokkur karla í knatt-
spyrnu sem sá um kvöldið í þetta sinn. Hörður Gunnarsson, þá-
verandi formaður Vals, opnaði kvöldið með gamanmálum en svo
tók Hanna Katrin Friðriksson við veislustjórn og innti hana af
hendi af röggsemi. Boðið var upp á mat frá Austur-Indía fé-
laginu, Sam-Sam systurnar þær Gréta Mjöll og Hófí komu og
sungu fyrir okkur, knattspyrnustúlkur frá gullaldarárunum í
eldgamla daga tróðu upp og Jóhann Albert Mið Íslands maður
og Hafrún Kristjánsdóttir þeyttu skífur. Þennan sama dag unnu
Valsstúlkur bikarinn í handboltanum og að sjálfsögðu komu þær
með bikarinn og var vel fagnað af viðstöddum. Ekki dró úr
gleðinni frábært happdrætti og ekki leiðinlegt að færa eigin-
manninum þessar líka fínu Ronaldo nærbrækur sem ég vann. En
það sem auðvitað stóð upp úr var ekki happdrættið eða annað
prjál, heldur hvað það er alltaf gaman að vera saman.
F.h. núverandi konukvöldsnefndar, Margrét Bragadóttir
Félagsstarf
Konukvöld Vals 21. mars 2015
Búið er að ákveða dagsetningu fyrir
næsta konukvöld Vals, en það verður
haldið þann 21. mars 2015.
Nú er markmiðið að tvöfalda fjölda gesta
hið minnsta frá síðasta konukvöldi. Ef t.d.
hver og ein sem kom síðast tekur með sér
eina vinkonu, þá er markmiðinu strax náð.
Takið kvöldið frá, 21. mars er dagurinn
sem við allar bíðum eftir.