Valsblaðið - 01.05.2014, Síða 16

Valsblaðið - 01.05.2014, Síða 16
16 Valsblaðið 2014 Starfið er margt Skemmtanir – líf og fjör Valkyrjur hafa skipulagt konukvöld Vals og í mars mættu um hundrað konur og skemmtu sér vel undir góðri dagskrá og ljúffengum veitingum. Í október var svo skemmtikvöld Valkyrja, svokallað Val- kyrjukvöld, þar sem félagsmenn gera sér glaðan dag með tilheyrandi spurninga- keppni og söngatriðum. Stjórnarseta Eitt af markmiðum Valkyrja er að vera sýnilegar í innra starfi Vals. Valkyrjur sitja í mörgum stjórnum og ráðum í Val, t.d. í aðalstjórn, stjórn barna- og ung- lingráðs og heimaleikjaráðum. Og það er alltaf velkomið að leita til okkar þegar skipa á í nefndir eða stjórnir og við hjálpum til við að finna hæfar, áhuga- samar og ábyrgar konur til starfa. Net- fang Valkyrja er valkyrjur@valur.is Fleiri verkefni og kröftugt starf Valkyrjur hafa tekið að sér vinnu í Lolla- stúku á heimaleikjum meistaraflokkanna í handbolta en þar fá árskortshafa veit- ingar í leikhléi og leikmenn hressingu eftir leik. Að vanda aðstoðuðu Valkyrjur Fálkana við hina árlegu jólatrjáa- og dósasöfnun, bæði við skipulagningu og við veitingar á sjálfan söfnunardaginn. Yfir hundrað krakkar, og annað eins af foreldrum, koma saman þennan dag, safna jólatrjám og dósum. Þannig taka börnin þátt í því að endurnýta umbúðir og vinna hverfinu gagn og fá fyrir það drjúgan pening. Barnahornið í Valsheimilinu er eitt af áhugamálum Valkyrja. Því betra sem það er, því auðveldara eiga fjölskyldur með að koma á staðinn, hvort heldur sem er á kappleiki eða íþróttaæfingar. Á heima- leikjum í handbolta hafa Valkyrjur svo séð til þess að leikföng séu aðgengileg við áhorfendastúkurnar svo foreldrarnir geti horft á leikina um leið og þau gæta barna sinna. Þótt Valkyrjur hafi aðeins starfað í rúm tvö ár hafa okkur borist beiðnir um að aðstoða og koma að ólíkum verkefnum – bæði frá félagsmönnum og stjórnendum Vals. Það er einstaklega ánægjulegt því til þess voru Valkyrjur stofnaðar: að vera virkt afl innan Vals til að gera góða hluti enn betri. Fyrir hönd stjórnar Valkyrja Svala Þormóðsdóttir, formaður Rúmlega hundrað konur eru í Valkyrjum og innra starf félagsins skiptist í grófum dráttum í tvennt: annars vegar félags- fundi þar sem spjallað er saman yfir heitri súpu og hlustað á áhugaverða fyrir- lestra. Hins vegar hrein og bein skemmtikvöld. Fyrirlestrar og gönguferð Í febrúar síðastliðnum kom Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kennari á félagsfund með fyrirlestur um jafnrétti í íþróttum og í nóvember talaði Margrét Lilja Guð- mundsdóttir, félagsfræðingur, um for- varnargildi íþrótta. Fyrirlestrarnir voru einkar áhugaverðir og fræðandi, ekki síst fyrir okkur sem erum jafn tengd íþróttum og raun ber vitni – og spunnust í báðum tilvikum góðar og gagnlegar umræður. En haustið byrjaði á óvenjulegum nót- um því félagsfundurinn var fólginn í gönguferð. Stefán Pálsson, sagnfræðing- ur, var fenginn til að fara með Valkyrjur í sögulega gönguferð um Öskjuhlíðina. Afskaplega fróðleg og skemmtileg ferð því þessi útivistarperla er hlaðin meiri sögu en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Og framundan eru fleiri skemmtilegar og uppbygglegar uppákomur. Á félags- fundi Valkyrja koma tæplega 20 konur að jafnaði. Það er mikið til sami kjarninn sem mætir og stemningin er góð. Það er mjög mikilvægt að gefa sér tíma til að kynnast og mynda góð tengsl. Úr slíkum jarðvegi spretta góðar hugmyndir og vilji til verka. Valkyrjur tveggja ára Valkyrjur hafa starfað í rúm 2 ár og rúmlega hundrað konur eru í hópnum. Félagið er opið öllum konum og markmiðið er að stuðla að betra og öflugara starfi hjá knattspyrnufélaginu Val með sérstakri áherslu á jafnrétti, bæði hvað iðkendur og stjórnun félagins varðar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.