Valsblaðið - 01.05.2014, Page 18
18 Valsblaðið 2014
Þriðja tillaga google.is þegar leitarorðið
„íþróttakona“ er sett inn er „10 kyn-
þokkafyllstu íþróttakonur árið 2014“.
Þetta gefur okkur vísbendingu um hvern-
ig málum er háttað þegar jafnréttismál í
íþróttum er gefinn gaumur.
Tilfellið er að kynjamisrétti er mikið
og víða þegar íþróttir eru annars vegar
eins og annars staðar í menningu okkar.
Áhugi á jafnréttismálum er almennt ekki
ýkja mikill í íþróttahreyfingunni, sem
endurspeglast m.a. í því að oft er ekki
minnst á kynin í jafnréttisáætlunum
íþróttafélaganna.
Afrekskonur í íþróttum eru oft og
gjarnan sýndar á kynþokkafullan hátt,
valdalausar og hlutgerðar. Þessi veruleiki
er vitaskuld í takti við menninguna í víð-
ara samhengi, klámvæddri menningu.
Konur eru skilgreindar út frá kynþokkka
og klámvæddum viðmiðum fyrst og
fremst.
Ólíkar staðalmyndir stúlkna og pilta
Staðalmyndir stúlkna og pilta – karla og
kvenna, eru mjög ólíkar. Sú stöðuga og
áleitna krafa til stúlkna (miklu frekar en
pilta) um að standast tilteknar útlitskröf-
ur er bæði ósanngjörn, letjandi og veldur
7% manneskja?
Hanna Björg Vilhjámsdóttir kennari hélt nýlega áhugaverðan fyrirlestur
um jafnrétti í íþróttum fyrir Valkyrjur, en þær vöktu athygli Valsblaðsins
á þessu mikilvæga málefni. Hanna brást vel við beiðni Valsblaðsins um
hugvekju og umfjöllun um jafnrétti í íþróttum sem byggði á fyrirlestrinum
hjá Valkyrjum. Hanna valdi einnig nokkrar myndir til birtingar með pistlinum
til að sýna dæmi um mismunandi birtingarmynd kvenna og karla í íþróttum,
dálítið ögrandi framsetning en vekur engu að síður til umhugsunar
Danica Patrick kappaksturskona, m.a. eina konan sem hefur unnið í IndyCar kappakstrinum. Margverðlaunuð í sinni grein og sú
kona sem hefur náð hvað lengst í þessari karlaíþrótt.