Valsblaðið - 01.05.2014, Page 28
28 Valsblaðið 2014
Yfirþjálfari
ið sjálf á æfingar heldur þarf að skutla
þeim.
Einnig er ákveðið lúxusvandamál hvað
Valur er með góða meistaraflokka í öll-
um þremur greinunum. Annars vegar
vegna þess að hverfið er ekki fjölmennt
og því erfitt að halda uppi fjölmennum
flokkum á öllum aldursstigum í öllum
greinunum þremur. Hins vegar vegna
þess að húsrými til æfinga er af skornum
skammti.“
Framtíðarsýn fyrir yngri flokka Vals:
„Halda áfram að bjóða upp á góða æf-
ingaaðstöðu og hæfa þjálfara. Skapa um-
hverfi þar sem iðkendum líður vel, þar
sem þeir læra að vinna í hópi og takast á
við mótlæti jafnt sem meðbyr. Ala upp
íþróttamenn sem skila sér upp í meistara-
flokka Vals (í hvaða grein sem er) og/eða
verða góðir félagsmenn.“
Skilaboð til iðkenda og foreldra. „For-
eldrar, ykkar stuðningur og áhugi á
íþróttaiðkun barna ykkar skiptir gríðar-
lega miklu máli.“
„Iðkendur: Verið dugleg að hrósa fé-
lögum ykkar þegar vel gengur og hvetja
þá áfram þegar á móti blæs.
Barna og unglingaráð tók saman.
Ágústa Edda Björnsdóttir er gift Birni
Sæ Björnssyni og eiga 3 stráka, Sindra
Dag (11 ára), Björn Skúla (7 ára) og Jök-
ul Orra (3 ára). Sindri Dagur og Björn
Skúli eru báðir í handbolta í Val þrátt
fyrir að búa í Garðabæ. Ágústa er með
MA-gráðu í félagsfræði. Hún ólst upp á
Seltjarnarnesi og var í fimleikum og
handbolta í Gróttu, fór svo í KR og það-
an í Gróttu/KR þegar félögin sameinuð-
ust. Hún skipti yfir í Val árið 2003 og
hefur spilað og/eða þjálfað hjá félaginu
síðan. Hún gegnir núna starfi yfirþjálfara
hjá Val í handbolta og af þeim sökum
lagði Valsblaðið nokkrar spurningar fyrir
hana um starfið og áherslur.
Megináherslur: „Að bjóða upp á góða
aðstöðu og hæfa þjálfara sem leggja
áherslu á að iðkendum líði vel í félaginu.
Að fjölga iðkendum jafnt og þétt, sér-
staklega stelpum.“
Kostir Vals: „Mikil og góð handbolta-
hefð. Góð aðstaða og heimilislegt and-
rúmsloft.“
Áskoranir í Val: „Hverfið er erfitt að
því leyti að það er ekki alveg ljóst hvar
Valshverfið er nákvæmlega og aðstæður
eru þannig að mörg börn geta ekki geng-
Verið dugleg að
hrósa félögum ykkar
þegar vel gengur
og hvetja þá áfram
þegar á móti blæs
Ágústa Edda Björnsdóttir er yfirþjálfari í handbolta
Ágústa Edda leggur mikla
áherslu á að félagið ali upp
leikmenn framtíðar og góða
félagsmenn.