Valsblaðið - 01.05.2014, Page 49

Valsblaðið - 01.05.2014, Page 49
Valsblaðið 2014 49 Starfið er margt RV: Matthías Guðmundsson, mun hann æfa með liðinu? SH: Matthías mun mæta á æfingar, ég skora á alla Valsara að krefjast þess að hann spili með liðinu því hann á eftir að kveðja hér á heimavelli. Skilaboð ykkar til annarra í félaginu: ÓJ: Ég hvet allra Valsara til að vera sýnilegri fyrst og fremst. Umræðan undir lok tímabils var um fækkun áhorfenda. Um að gera að taka þátt í starfinu því það auveldar alla okkar vinnu gríðarlega. SH: Verum sá klúbbur sem við erum. Valur á svo mikið af fólki út um allt. Mætum á völlinn, mætum á okkar eig- in heimavöll sem við þurfum að gera að vígi. Hér á andstæðingurinn að hugsa: það er bylgja gegn okkur hér. Það skiptir líka miklu máli að fylgj- ast með strax á undirbúningstímabili svo að áhorfendur séu ekki að mæta í fyrsta leik á Íslandsmóti og þekkja ekki leikmenn. SH: Við munum alltaf leggja okkur 100% fram í verkefnið, það er ekki spurning. ÓJ: Fáum fólkið með okkur. Hver sá sem ræðir við þá félaga skynjar vilja þeirra til að lyfta gengi liðsins á hærri stall, þeir kalla eftir Völsurum, nú er að svara kallinu. Ragnar Vignir skráði og viðtalið er einnig aðgengilegt á valur.is sem youtube myndband. SH: Það verður alltaf þannig að Valur á stórkostlega sögu, er ríkt af persónum og öðru: en það er fortíð. Tíðirnar eru þrjár; hvað erum við að gera núna og hvað ætlum við okkur í framtíðinni. Það þýðir ekkert að hugsa um fortíðina nema þá að ilja sér við góðar minning- ar sem hafa skapast á svæðinu. Þeir sem koma á Valssvæðið eiga að upp- lifa styrkinn af því sem er í gangi núna. Það má ekki vera þannig að for- tíðin kalli á áhorfendur og svo hætti þeir að fylgja liðinu, það væri dapurt. Við stöndum í fætur í meðbyr og mót- byr. RV: Leikmannahópurinn, hvernig sjáið þið hann? ÓJ: Okkar mat er að hér sé góður kjarni leikmanna til að byggja á og við höld- um þeim flestöllum áfram. Nýjum þjálfurum fylgja stundum nýir menn og það munu einhverjir koma til liðs- ins. RV: Stundum er talað um að það vanti meiri „Val í Val“. SH: Hér eru fínir menn, en það er þannig að á hverju einasta tímabili, sama hvað lið þú ert með þá verður að stuða hóp- inn. Leikmenn verða samrýmdir með hverju ári og þá skiptir máli að stuða hópinn með leikmönnum sem skipta máli. Það skiptir máli að styrkja hóp- inn með ákveðnum fjölda, stundum tveimur til fjórum mönnum. Við þurf- um leikmenn sem skipta máli á vellin- um. RV: Fara takkaskórnir af hillunni á kom- andi tímabili Bjössi? SH: Já, inn á milli æfingum. Ég er búinn. keppnismaður og fínn þjálfari. Þegar ég fæ mér aðstoðarþjálfarar, þá eru þeir aðstoðarþjálfarar sem ég nota heilmikið en ekki keiluberar. RV: Sigurbjörn, þú talaðir nýlega um að hafa fylgst með Val úr hollri fjarlægð síðustu tímabil. Hvernig hefur liðið lit- ið út að þínu mati þann tíma? SB: Í sumar og síðustu ár hafa verið margir mjög flottir spilkaflar. Það sem þarf að gera hér er að sameina allan pakkann. Það þýðir ekki að vera með fjögur „lið“: fótboltamenn eitt lið, þjálfara annað, stjórnarmenn þriðja og áhorfendur sem fjórða lið. Það þurfa allir að ganga í takt. Eins og staðan er núna erum við einn af stærstu klúbbun- um en eigum aðeins á eftir þeim bestu og það gerist ekki á einni nóttu. Það þarf þolinmæði og það má ekki fara á taugum þó að ekki gangi allt upp í nokkrum leikjum. Þetta er langtíma- verkefni og það er alveg ljóst. Við þurf- um að snúa bökum saman hér og þetta þarf að verða líflegra. Við sjáum í sig- ursælum liðum síðustu ára að þar er kjarni stuðningsmanna sem fylgir lið- inu. Við verðum að fá það í gang hér þannig að leikmönnum líði vel og þeir séu tilbúnir að fórna öllu fyrir heildina. Það eru aldrei allir hér á toppdegi og við verðum að sætta okkur við það og þá leikmenn sem hér eru hverju sinni. ÓJ: Það þarf samstöðu og ég tek sem dæmi stuðningsmenn Stjörnunnar frá síðasta tímabili, þeir voru á staðnum frá fyrsta degi. Það eru margir litlir hlutir sem þurfa að vera í liði svo það verði gott. Íslandsmeistarar Vals í knattspyrnu 1987, Ólafur Jóhannesson, nýráðinn þjálfari, lék þá með liðinu og er hann 4. frá hægri í efri röð. Sigurbjörn Hreiðarsson hampar Íslands­ meistarabikarnum 2007.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.