Valsblaðið - 01.05.2014, Side 49
Valsblaðið 2014 49
Starfið er margt
RV: Matthías Guðmundsson, mun hann
æfa með liðinu?
SH: Matthías mun mæta á æfingar, ég
skora á alla Valsara að krefjast þess að
hann spili með liðinu því hann á eftir
að kveðja hér á heimavelli.
Skilaboð ykkar til annarra í félaginu:
ÓJ: Ég hvet allra Valsara til að vera
sýnilegri fyrst og fremst. Umræðan
undir lok tímabils var um fækkun
áhorfenda. Um að gera að taka þátt í
starfinu því það auveldar alla okkar
vinnu gríðarlega.
SH: Verum sá klúbbur sem við erum.
Valur á svo mikið af fólki út um allt.
Mætum á völlinn, mætum á okkar eig-
in heimavöll sem við þurfum að gera
að vígi. Hér á andstæðingurinn að
hugsa: það er bylgja gegn okkur hér.
Það skiptir líka miklu máli að fylgj-
ast með strax á undirbúningstímabili
svo að áhorfendur séu ekki að mæta í
fyrsta leik á Íslandsmóti og þekkja
ekki leikmenn.
SH: Við munum alltaf leggja okkur
100% fram í verkefnið, það er ekki
spurning.
ÓJ: Fáum fólkið með okkur.
Hver sá sem ræðir við þá félaga skynjar
vilja þeirra til að lyfta gengi liðsins á
hærri stall, þeir kalla eftir Völsurum, nú
er að svara kallinu.
Ragnar Vignir skráði og viðtalið
er einnig aðgengilegt á valur.is
sem youtube myndband.
SH: Það verður alltaf þannig að Valur á
stórkostlega sögu, er ríkt af persónum
og öðru: en það er fortíð. Tíðirnar eru
þrjár; hvað erum við að gera núna og
hvað ætlum við okkur í framtíðinni.
Það þýðir ekkert að hugsa um fortíðina
nema þá að ilja sér við góðar minning-
ar sem hafa skapast á svæðinu. Þeir
sem koma á Valssvæðið eiga að upp-
lifa styrkinn af því sem er í gangi
núna. Það má ekki vera þannig að for-
tíðin kalli á áhorfendur og svo hætti
þeir að fylgja liðinu, það væri dapurt.
Við stöndum í fætur í meðbyr og mót-
byr.
RV: Leikmannahópurinn, hvernig sjáið
þið hann?
ÓJ: Okkar mat er að hér sé góður kjarni
leikmanna til að byggja á og við höld-
um þeim flestöllum áfram. Nýjum
þjálfurum fylgja stundum nýir menn
og það munu einhverjir koma til liðs-
ins.
RV: Stundum er talað um að það vanti
meiri „Val í Val“.
SH: Hér eru fínir menn, en það er þannig
að á hverju einasta tímabili, sama hvað
lið þú ert með þá verður að stuða hóp-
inn. Leikmenn verða samrýmdir með
hverju ári og þá skiptir máli að stuða
hópinn með leikmönnum sem skipta
máli. Það skiptir máli að styrkja hóp-
inn með ákveðnum fjölda, stundum
tveimur til fjórum mönnum. Við þurf-
um leikmenn sem skipta máli á vellin-
um.
RV: Fara takkaskórnir af hillunni á kom-
andi tímabili Bjössi?
SH: Já, inn á milli æfingum. Ég er búinn.
keppnismaður og fínn þjálfari. Þegar
ég fæ mér aðstoðarþjálfarar, þá eru
þeir aðstoðarþjálfarar sem ég nota
heilmikið en ekki keiluberar.
RV: Sigurbjörn, þú talaðir nýlega um að
hafa fylgst með Val úr hollri fjarlægð
síðustu tímabil. Hvernig hefur liðið lit-
ið út að þínu mati þann tíma?
SB: Í sumar og síðustu ár hafa verið
margir mjög flottir spilkaflar. Það sem
þarf að gera hér er að sameina allan
pakkann. Það þýðir ekki að vera með
fjögur „lið“: fótboltamenn eitt lið,
þjálfara annað, stjórnarmenn þriðja og
áhorfendur sem fjórða lið. Það þurfa
allir að ganga í takt. Eins og staðan er
núna erum við einn af stærstu klúbbun-
um en eigum aðeins á eftir þeim bestu
og það gerist ekki á einni nóttu. Það
þarf þolinmæði og það má ekki fara á
taugum þó að ekki gangi allt upp í
nokkrum leikjum. Þetta er langtíma-
verkefni og það er alveg ljóst. Við þurf-
um að snúa bökum saman hér og þetta
þarf að verða líflegra. Við sjáum í sig-
ursælum liðum síðustu ára að þar er
kjarni stuðningsmanna sem fylgir lið-
inu. Við verðum að fá það í gang hér
þannig að leikmönnum líði vel og þeir
séu tilbúnir að fórna öllu fyrir heildina.
Það eru aldrei allir hér á toppdegi og
við verðum að sætta okkur við það og
þá leikmenn sem hér eru hverju sinni.
ÓJ: Það þarf samstöðu og ég tek sem
dæmi stuðningsmenn Stjörnunnar frá
síðasta tímabili, þeir voru á staðnum
frá fyrsta degi. Það eru margir litlir
hlutir sem þurfa að vera í liði svo það
verði gott.
Íslandsmeistarar Vals í knattspyrnu 1987, Ólafur Jóhannesson, nýráðinn þjálfari, lék
þá með liðinu og er hann 4. frá hægri í efri röð.
Sigurbjörn Hreiðarsson hampar Íslands
meistarabikarnum 2007.