Valsblaðið - 01.05.2014, Side 62
húsið ásamt gagngerum breytingum og endurnýjun á Fjósinu og
gamla íbúðarhúsinu þar sem aðstaða verður bætt með ýmsum
möguleikum, t.d. fyrir minjasafn, setustofu og aðstöðu fyrir stuðn-
ingsmenn. Loks er gert ráð fyrir að Lollastúka stækki um helming.
Þegar allt þetta er tekið saman er um verulegar umbætur að ræða á
íþrótta- og félagsaðstöðu“, segir Brynjar.
Rask og truflun á byggingartíma
Í ljósi þess hversu umfangsmiklar framkvædir eru fyrirhugðar
á Valssvæðinu var Brynjar spurður um það hvort ekki yrði erf-
itt að halda uppi eðlilegri starfsemi félagsins á sama tíma: „Það
er óumflýjanlegt að þessum framkvæmdum fylgi eitthvert ónæði og
truflun en allt kapp er lagt á það að umrótið verði sem allra minnst.
Áhrifin verða minnst á innanhússgreinarnar handbolta og körfu-
bolta, en óneitanlega verður mest umrót fyrir knattspyrnuna. Starf-
andi er samráðshópur Vals og Reykjavíkurborgar sem vinnur að því
að tryggja viðunandi aðstöðu á íþróttasvæðum í nágrenninu, t.d. á
gervigrasvellinum í Safamýri og á Klambratúni. Við erum að vinna a
því að sett verði gervigras á malarvöllinn þar sem er lítið notaður en
það svæði mun nýtast Val á framkvæmdatíma og síðan almenningi
til langrar framtíðar. Búast má við því að á framkvæmdatíma verði
eitt sumar erfitt og einn vetur, það er allt og sumt,“ segir Brynjar að
lokum.
Hlíðarendabyggð
Framkvæmdir við 600 íbúða hverfi hefjast að Hlíðarenda að öllum líkindum í náinni framtíð á uppbyggingarsvæði Valsmanna
hf. Af þessum 600 íbúðum verða yfir 70% íbúðanna 2–3ja herbergja. Á uppbyggingarsvæði Knattspyrnufélagsins Vals er
gert ráð fyrir um 300 stúdentaeiningum og 40 íbúðum. Uppbygging á svæðinu hefur verið í bígerð frá árinu 2005 en nokkrar
tafir hafa orðið vegna breytinga á skipulagi eins og áður hefur komið fram. Hér verða byggingaáformin kynnt sérstaklega.
Hlíðarendareitur er fjórskiptur:
1 Íþróttasvæði Vals
2 Uppbyggingarsvæði Knattspyrnufélagsins Vals
3 Uppbyggingarsvæði Valsmanna hf.
4 Uppbyggingarsvæði Reykjavíkurborgar
Uppbyggingarsvæðin sem snúa að Val eru efirfarandi.
1 Íþróttasvæði Vals
a nýr upphitaður gervigrasvöllur með fullkominni lýsingu o.fl.
b ný grasæfingasvæði
c viðbygging við gamla íþróttahúsið ásamt gagngerum breyt-
ingum og endurnýjun á Fjósinu og gamla íbúðarhúsinu
d nýtt knatthús
e ný suðurstúka á aðalleikvang
f Stækkun á Lollastúku.
2 Uppbyggingarsvæði Knattspyrnufélagsins Vals
a stúdentabyggð og þjónustuhúsnæði á lóð A 300 einingar
b 40 íbúðir og verslunarhúsnæði á lóð B
c forbygging knatthús með leikskóla og stúdentaíbúðum
3 Uppbyggingarsvæði Valsmanna hf.
a uppbygging á 560 íbúð
b uppbygging á verslunar- og þjónustuhúsnæði
4 Nýjar umferðartengingar
a ný aðaltenging frá Nauthólsvegi
b ný viðbótartenging frá Flugvallarvegi
tímann, bæði byggja upp traustar stoðir og breytt umhverfi fyr-
ir íþróttaiðkun. Mér finnst afar mikilvægt að hlúa vel að yngri flokk-
unum og sinna vel Valshverfinu með fjölbreyttu gæðastarfi við góð-
ar aðstæður sem stenst samanburð við það besta sem í boði er hér
á landi og erlendis. Ég vil líka sjá alvöru íþróttaakademíu á Hlíðar-
enda fyrir iðkendur á aldrinum 12–18 ára við allra bestu aðstæð-
ur sem bjóðast til að stunda íþróttir og efla manneskjuna, bæði and-
lega og líkamlega. Ég sé fyrir mér að slík akademía muni laða að sér
unga iðkendur víða að og vera starfrækt í nánu samtarfi við grunn-
og framhaldsskóla. Með þessu móti verði lagður grunnur að afreks-
starfi til framtíðar og hef ég fullta trú á því að þetta verði að veru-
leika með nýrri íþróttaaðstöðu á Hlíðarenda,“ segir Brynjar fullur
sannfæringar.
Helstu framkvæmdir við íþróttaðstöðu að Hlíðarenda
Í því deiliskipulagi sem liggur fyrir um Hlíðarendabyggð er bæði
um íbúðabyggð að ræða og íþróttamannvirki. Brynjar var spurð-
ur um hvað stæði til í þeim efnum. „Það eru miklar framkvæmd-
ir fyrirhugaðar sem munu bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar á Hlíð-
arenda og einnig félagsaðstöðu. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir nýjum
upphituðum gervigrasvelli með fullkominni lýsingu og ný grasæfinga-
svæði. Svo er gert ráð fyrir nýju hóflega stóru knatthúsi og nýrri suð-
urstúku á aðalleikvangi. Einnig kemur viðbygging við gamla íþrótta-
Brynjar Harðarson í Vodafone höllinni með Lolla-
stúkuna í baksýn en fyrirhugað er m.a. að stækka
stúkuna um helming.