Valsblaðið - 01.05.2014, Side 69
Valsblaðið 2014 69
Starfið er margt
Veistu hvernig leikjaálagið er hjá
þessum strákum yfir keppnis-
tímabilið?
Ég þekki það ekki vel en mér skildist að
þeir spiluðu vikulega. Það var einn úr
hópnum með mér sem var að fá tækifæri
með aðalliðinu og hann virðist því vera
næstur inn, 17 ára. Það virðist því vera
að það séu alveg jafn mikil tækifæri til
að komast upp ef menn hafa hæfileika í
handbolta á annað borð.
Skynjarðu einhverja svipaða hluti hjá
Füchse og við þekkjum hér heima eins
og t.d. mikið brottfall á þessum aldri
eða að ungir strákar hrökklist í önnur
lið þar sem þeir telji að þeir muni
aldrei ná inn í aðalliðið?
Nei. Füchse er þannig að það kemst ekki
hver sem er inn í liðið. Þetta er lítill hóp-
ur. Strákarnir eru bara 14 og er í raun úr-
valshópur. Menn gera sér fulla grein fyrir
því að með því að æfa með þeim bestu
þá bætirðu þig og þarna eru allir með það
á hreinu að þeir séu vel settir. Þess vegna
myndi enginn í þessum hópi segja að
hann kæmist ekki á æfingu vegna þess
að hann væri að fara í leikhús. Það
myndi enginn koma sér í slíka stöðu.
mitt um þetta leyti þá skrifuðu þeir Dag-
ur undir samning um að taka við þýska
landsliðinu. Þess vegna fengum við nýj-
an þjálfara sem er ætlað að taka við af
Bob með liðið.
Hvernig gekk að skilja og gera sig
skiljanlegan? Talarðu þýsku?
Ég skildi grunninn. Ég er byrjaður í
þýsku í MH og það hjálpaði þó ekki væri
nema til að skilja tölur, tímasetningar og
einföldustu fyrirmæli. En fyrirfram voru
æfingarnar skýrðar út fyrir okkur á
ensku.
Hvað fannst þér um áherslurnar á
æfingum? Var verið að leggja áherslu
á tækni, styrk, kerfi eða eitthvað sem
þér fannst frábrugðið því sem þú
þekkir hér heima?
Nei. Flest er þetta kunnuglegt. Bæði
boltaæfingarnar og styrkurinn. En það
voru þá kannski helst útihlaupin. Það var
mjög oft farið í góð útihlaup. T.d. byrjað
að hlaupa 4 km, síðan tekin smá pása og
aftur hlaupnir 4 km á meiri hraða. Þeir
fara vikulega í útihlaup. Hér hjá okkur er
yfirleitt ekki farið að hlaupa nema við
komumst hvorki í sal né þrek.
Hvernig var þýski hópurinn saman-
settur? Voru þetta allt strákar frá
Berlín?
Langflestir voru frá Berlín en sennilega
voru fjórir strákar utan Berlínar. Einn var
frá Írak en síðan einn frá Nürnberg og
tveir þýskir strákar til viðbótar en þeim
hafði verið boðið að æfa með akademí-
unni þar sem þeir þóttu mikil efni.
Hvað með hversdagsleg atriði eins og
mataræði? Var það framandi eða
gamalkunnur heimilismatur á
borðum?
Það var stundum furðulegt. T.d. var einu
sinni í hádeginu ekki boðið upp á neitt
annað en hrærð egg með hrísgrjónum
eftir að maður hafði verið á erfiðri morg-
unæfingu. En þýsku strákunum fannst
þetta jafnfurðulegt og mér. Ég lét mig
hafa það og borðaði, en ekki kannski af
bestu lyst.
Hvernig fannst þér líkamlegt ástand á
þýsku strákunum í samanburði við
hér heima? Voru þetta meira og minna
tveggja metra og 100 kílóa
kraftakarlar eða strákar í svipuðu
standi og hér heima?
Þeir voru jafn fjölbreytilegir og hér hjá
okkur. Hornamennirnir úti voru t.d. bæði
160 og 180 sm strákar. En það virðist
nokkuð snemma búið að setja menn í
fasta stöðu. Menn með góðan stökkkraft
eru í skyttum og sterkir strákar sem geta
haldið blokk eru settir á línuna án tillits
til þess hvort þeir séu endilega stórir. Það
virðist byrja mjög snemma að sérhæfa
menn í ákveðnum stöðum.
Þér hefur ekki liðið eins og þú værir
væskillinn á svæðinu sem ættir ekkert
erindi í hina strákana?
Nei, alls ekki. Það voru strákar þarna
sem voru alls ekki í góðu standi og áttu í
miklum erfiðleikum í lyftingunum. En
það voru líka strákar sem voru í firna-
góðu standi. Bæði með gott hlaupaþol og
styrk sem þeir sýndu í lyftingum. En
þessir sem virtust ekki í góðu líkamlegu
standi voru engu að síður góðir í hand-
bolta.
Var alltaf sami þjálfarinn með ykkur
eða voru alltaf nýir þjálfarar með sér-
stök verkefni?
Dagur Sigurðsson var með eina æfingu
með okkur en svo var Bob Hanning að
þjálfa okkur. En Bob þessi á Füchse.
Hann var með okkur fyrstu þrjá dagana.
En hann er að hætta með liðið því ein-
Ýmir Örn Gíslason fékk tækifæri
til að æfa hjá Füsche Berlín og
fannst það mjög lærdómsríkt.
Ljósm. Guðni Olgeirsson.