Valsblaðið - 01.05.2014, Side 80

Valsblaðið - 01.05.2014, Side 80
80 Valsblaðið 2014 ur ár á undan og þetta var flottur titill. Þetta ár voru HK og Stjarnan með frá- bæran mannskap auk þess sem Haukarn- ir höfðu verið sigursælir árin á undan. Við vorum ekki með eigin heimavöll, spiluðum heimaleiki í Laugardalshöll og þurftum að spila tvo síðustu heimaleik- ina á Seltjarnarnesi. Við vorum hins veg- ar með ótrúlega skemmtilegt og gott handboltalið, 2 og jafnvel 3 góða leik- menn í hverri stöðu. Það var síðan gam- an að klára titilinn á Ásvöllum, þar sem okkur hafði kannski ekki gengið sérstak- lega vel árin á undan.“ Óskar gerði meistaraflokk karla að bikarmeisturum þrisvar á fjórum árum; 2008, 2009 og 2011. Árið 2008 býðst honum að gerast aðstoðarþjálfari lands- liðsins og fór með liðinu á sitt fyrsta stórmót, Ólympíuleikana í Peking það ár. Allir muna eftir þeim sögulega árangri sem liðið náði þar og Óskar hugsar með miklum hlýhug til tímans með landslið- inu: „Ég man að þegar símtalið kom frá Guðmundi þá þurfti ég ekki langan um- hugsunartíma, ég sagði strax já, ef Valur samþykkir. Þetta var ótrúlegur tími og forréttindi að fá að taka þátt í þessu með frábærum þjálfurum og leikmönnum. Upphaflega vorum við bara ráðnir fram yfir ÓL 2008 en eftir það mót framlengir Guðmundur samning sinn fram yfir ÓL 2012 í London og ég sömuleiðis. Þetta var tími stórra sigra en síðan komu auð- vitað vonbrigði inn á milli. Leikurinn við Ungverja árið 2012 situr held ég ennþá í mörgum; þetta var svakalegur endir fyrir þennan hóp sem hafði verið saman. Ég man vel eftir síðustu ræðu Guðmundar inn í klefa eftir þann leik, ein erfiðasta stund sem ég hef upplifað. Þarna rann það upp fyrir mér að þessu ótrúlega æv- intýri var lokið; hann var að hætta og ég var að fara til Viborg og gæti ekki haldið áfram með landsliðinu.“ Danmerkurævintýri 2012 Haustið 2012 hélt Óskar til Danmerkur með alla fjölskylduna og tók við karlaliði Viborg: „Þetta var auðvitað mjög stór ákvörð- un. Mig langaði alltaf aftur út að þjálfa en hafði ekkert verið að leita. Aftur gerist þetta í gegnum Kristján Halldórsson og þetta var umhverfi sem ég var spenntur fyrir enda var öryggi í peninga- og leik- mannamálum. Í stuttu máli fór þetta ekki alveg eins og lagt var upp með. Fljótlega fór að bera á hugmyndum um að það ætti að leggja niður karlaliðið og þeir vildu fá mig til að taka kvennaliðið. Ég var rétt kominn inn í allt sem sneri að körlunum og vildi halda verkefninu áfram. Það kom þó að því að ég átti engra annarra kosta völ en að fara að óskum forráða- manna félagsins og ég var að mörgu leyti mjög spenntur fyrir því. Viborg er mjög stórt félag í kvennahandbolta og mikil pressa sem fylgir því starfi. Þarna þurfti ég aftur á skömmum tíma að kynnast nýjum leikmönnum. Svo gengur þetta þannig að við rúllum upp öllum leikjum sem við eigum að vinna en töpum jöfnu leikjunum. Fyrir undanúrslitaleikina er ég boðaður á fund og það átti að setja mig yfir á karlaliðið – í raun og veru ver- ið að láta mig fara. Þetta var mikið áfall fyrir fjölskylduna, þau voru búin að horfa á mig leggja mig allan í þetta. Fyrir mér var þetta auðvitað áfall líka en svona er líf þjálfarans. Síðustu 10 þjálfarar kvennaliðs Viborg höfðu allir verið rekn- ir og því voru ágætis líkur á þessari nið- urstöðu. Þeir ætluðu að setja mig aftur á karlaliðið en ég neitaði því. Þó þetta hafi verið erfitt þá var þetta frábær tími. Aftur heim á Hlíðarenda 2013 Eftir Viborgævintýrið komu Óskar og fjölskylda aftur heim til Íslands og leiðin lá á Hlíðarenda: Óskar Bjarni í góðum félagsskap á herrakvöldi Vals 2014. Pollrólegur á bekknum á meðan Óli Stef fylgist einbeittur með leiknum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.