Valsblaðið - 01.05.2014, Side 90
90 Valsblaðið 2014
Fæðingardagur og ár: 26. október 1990.
Nám: Húsasmíði.
Kærasta: Nei engin kærasta, en sem
betur fer með NBA League Pass, svo ég
er góður í bili.
Hvað ætlar þú að verða: Húsasmiður á
daginn, berjast gegn glæpum á nóttunni.
Af hverju Valur? Valur er flott félag og
það kom ekkert annað til greina.
Uppeldisfélag í körfubolta: Valur.
Frægur Valsari í fjölskyldunni: Andri
Sig. í fótboltanum. Vita ekki allir hver
hann er?
Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í
körfuboltanum: Þau eiga hrós skilið
fyrir að skutla mér og sækja mig þvers
og kruss um höfuðborgarsvæðið á æfing-
ar og leiki þegar ég var yngri. Stuðning-
urinn frá þeim hefur verið ómetanlegur
að sjálfsögðu.
Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl-
skyldunni: Ég ætla segja pabbi minn því
mér finnst hann bara svo töff.
Af hverju körfubolti: Körfubolti er svo
skemmtileg íþrótt, mikill hraði á litlum
velli (miðað við knattspyrnuvöll) svo
það er alltaf eitthvað action.
Helstu afrek í öðrum íþróttagreinum:
Spilaði fótbolta með Víkingi sem lítill
gutti og var mikið í hlaupi, á mikið af
medalíum skal ég segja þér.
Eftirminnilegast úr boltanum: Bikar-
meistaratitill ’89 liðsins á móti Njarðvík
í 11. flokki.
Ein setning eftir síðasta tímabil:
Hvorki persónumarkmið né liðsmarkmið
náðust, en sumarið nýttist mjög vel og
undirbúningstímabilið líka. Allir vel
stemmdir fyrir komandi tímabil.
Markmið fyrir þetta tímabil: Að kom-
ast upp í úrvalsdeild að sjálfsögðu.
Besti stuðningsmaðurinn: Edwin
Boama.
Erfiðustu samherjarnir: Toggi getur
verið djöfulli erfiður, alltaf með eitthvað
vesen.
Erfiðustu mótherjarnir: Held að erfið-
ustu mótherjarnir á þessu tímabili séu
Hamar, en ef við spilum okkar leik þá
eigum við ekki að vera í vandræðum
með þá.
Eftirminnilegasti þjálfarinn: Ég ætla
nefna þrjá, Bergur Emilsson, Ágúst Jens-
son og Sævaldur Bjarnason, allt topp
þjálfarar sem mótuðu yngriflokkaárin
mín.
Mesta prakkarastrik: Að keyra bíl 16
ára gamall, próflaus og nettur.
Fyndnasta atvik: Þegar Gústi þjálfari
fór að líkja fylleríi við því að lemja sjálf-
an sig í hnéð með hamri. Það var frekar
fyndið móment.
Athyglisverðasti leikmaður í meistara-
flokki kvenna hjá Val: Ætla ekki að
gera upp á milli elsku stelpnanna, þær
eru allar mjög athyglisverðar.
Athyglisverðasti leikmaður í meistara-
flokki karla hjá Val: Jens Guðmunds-
son og Þorgrímur Guðni (Togg-vélin) eru
báðir einstaklega athyglisverðir.
Hvernig líst þér á yngri flokkana í
körfubolta hjá Val: Mér líst mjög vel á
þá, margir efnilegir drengir til í Vals-
búðunum.
Fleygustu orð: Allt sem Denzel Wash-
ington segir í bíómyndunum sínum.
Mottó: Never a failure, always a lesson;
keep going, keep working.
Við hvaða aðstæður líður þér best:
Inni í klefa eftir hörku góða æfingu eða
sigurleik.
Hvaða setningu notarðu oftast: „Þetta
er sekt“
Skemmtilegustu gallarnir: Stundum
frekar mikil læti í mér, en er það ekki
bara gaman?
Fyrirmynd þín í körfubolta: MJ og
Kobe.
Draumur um atvinnumennsku í
körfubolta: Þeir draumar fjöruðu út
þegar ég hætti að stækka í 173 sentimetr-
um.
Landsliðsdraumar þínir: Mig dreymir
um að landsliðið okkar verði það besta.
Hvað einkennir góðan þjálfara:
Reynsla, vitneskja og agi.
Besti söngvari: Hef ekki miklar tilfinn-
ingar til söngvara, en sá tónlistarmaður
sem er í mestu uppáhaldi er Dr. Dre og
Timbaland.
Besta hljómsveit: Outkast.
Besta bíómynd: Training day.
Besta bók: The little book of wisdom
eftir Dalai Lama.
Besta lag: I like the way you move með
Outkast.
Uppáhaldsvefsíðan: valur.is er besta
vefsíða sem til er.
Uppáhaldsfélag í enska boltanum: Ég
er duglegur að drulla yfir liðið sem tapar,
getum orðað það svoleiðis.
Uppáhalds erlenda körfuboltafélagið:
Chicago Bulls
Nokkur orð um núverandi þjálfari:
Flottur þjálfari með mikla reynslu og sig-
urvilja. Áfram Gústi.
Ef þú værir alvaldur í Val hvað mynd-
ir þú gera: Setja jafn mikið púst í körfu-
boltann eins og er gert við handboltann
og fótboltann.
Nokkur orð um aðstöðuna á Hlíðar-
enda: Frábær aðstaða, mætti vera heitur
pottur í körfuboltaklefanum en annars er
allt til fyrirmyndar.
Hvernig viltu sjá Val þróast á næstu
árum: Vinna vel að yngriflokkastarfi,
það er framtíðin.
Hvernig finnst þér að hægt sé að auka
jafnrétti hjá Val milli kynja: Hef ekki
orðið var við neina kynjamismunun sem
betur fer.
Framtíðarfólk
Markmiðið að kom-
ast strax upp í
úrvalsdeild aftur
Atli Barðason er 23ja ára og leikur
körfubolta með meistaraflokki