Valsblaðið - 01.05.2014, Page 110
110 Valsblaðið 2014
Valskórinn að loknum vortónleikunum vorið 2014. Frá vinstri: Þorbjörg Sóley Ingadóttir, Elísabet Anna Vignir, Jóhanna Gunn
þórsdóttir, Stefán Halldórsson, Sigurður Guðjónsson, Guðrún Sesselía Grímsdóttir, Þuríður Ottesen, Jón Guðmundsson, Mar
grét Eir gestasöngvari á vortónleikunum, Halldór Einarsson, Hrafnhildur Ingólfsdóttir, Friðrik Rúnar Guðmundsson, Chris
Foster, Anna Sigríður Jóhannsdóttir, Karítas Halldórsdóttir, Þórarinn G. Valgeirsson, Guðbjörg Petersen, Þóra Sjöfn Guð
mundsdóttir, Bára Grímsdóttir kórstjóri, Georg Páll Skúlason, Anna Gréta Möller, Elínrós Eiríksdóttir, Guðmundur Frí
mannsson, Nikulás Úlfar Másson, Helga Birkisdóttir, Lára Kristjánsdóttir, Björk Steingrímsdóttir og Lilja Jónasdóttir. Mynd
Þorsteinn Ólafs.
Glaðir Valsmenn. Þeir Sigurður Guðjónsson
og Nikulás Úlfar Másson sáu um Valsfánann.
Mynd Þorsteinn Ólafs.
Valskórinn í æfingabúðum í Hofi í Öræfum í
mars 2014. Mynd Þorsteinn Ólafs.
Valskórinn syngur betur og betur
Valskórinn er nú á 22. starfsári sínu og
syngur betur og betur með hverju árinu
sem líður – og var þó fyrir löngu orðinn
góður. Ein af skýringunum er sú að kórn-
um hefur haldist mjög vel á söngfólki.
Kjarninn í kórnum hefur starfað saman í
langan tíma og það veitir stöðugleika.
Ýmsir félagar kórsins æfðu og kepptu
með liðum Vals á yngri árum og áttu far-
sælan og jafnvel langan feril, en samt er
það svo að ferill þeirra með Valskórnum
er að verða lengri en þeir náðu inni á
keppnisvöllunum. Þetta sýnir að það er
gaman að æfa og syngja með kórnum –
og svo er félagslíf kórsins utan Frið-
rikskapellunnar einnig skemmtilegt og
hristir hópinn vel saman. Má þar nefna
æfingabúðir kórsins utan Reykjavíkur,
nú síðast eina helgi í marsmánuði í
Öræfasveit.
Alltaf pláss fyrir áhugasamt
söngfólk í kórnum
Það er alltaf pláss fyrir áhugasamt söng-
fólk í kórnum, jafnt í kven- og karlarödd-
um. Æfingar eru í Friðrikskapellu á