Són - 01.01.2003, Page 5

Són - 01.01.2003, Page 5
Til lesenda Rit það sem hér hefur göngu sína er helgað óðfræði en svo nefnast fræðin um ljóðlist í víðasta skilningi. Það er skoðun okkar sem að þessu tímariti stöndum að full þörf sé á að fræði um ljóðlist og ljóðagerð fái nýtt málgagn. Verði þessu riti vel tekið hyggjumst við halda útgáfunni áfram og gefa þá út tvö hefti á ári. Leitast verður við að hafa ritið sem fjölbreyttast og því ekki gert ráð fyrir neinum föstum þáttum nema hvað reynt yrði í öðru hverju hefti að gefa yfirlit um helstu tíðindi í íslenskri ljóðagerð á fyrra ári. Sónarljóð nefnum við upphafsljóð ritsins og er „Kyssen“ eftir Johan Ludvig Runeberg Sónarljóð þessa fyrsta heftis. Er það hér bæði birt á frummálinu og í þýðingu Helga Hálfdanarsonar, mikilvirkasta ljóðaþýðanda okkar Íslendinga frá upphafi vega. Fjallað verður um einkenni ljóða og sögu kveðskaparlistar í ald- anna rás. Þá er ætlunin að birta í ritinu skáldskap, bæði gamlan og nýjan, og einnig er gert ráð fyrir að ljóðaþýðingar fái þar sinn sess. Frá því segir í Eddu Snorra Sturlusonar að skáldamjöðurinn hafi verið varðveittur í tveim kerum, Són og Boðn, og katlinum Óðreri. Rit það sem hér kemur fyrir manna sjónir hefur hlotið nafn af hinu fyrra kerinu og er það von okkar útgefenda að mjöður þess gleðji þá er á dreypa. Fyrir hönd Sónarsinna, Kristján Eiríksson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.