Són - 01.01.2003, Síða 7

Són - 01.01.2003, Síða 7
Kristján Eiríksson Ný framsetning í bragfræði Eínsog rímur (á Íslandi) eru kveðnar, og hafa verið kveðnar allt að þessu, þá eru þær flestallar þjóðinni til mínkunar — það er ekkji til neíns að leína því — og þar á ofan koma þær töluverðu illu til leíðar: eíða og spilla tilfinníngunni á því, sem fagurt er og skáldlegt og sómir sjer vel í góðum kveðskap, og taka sjer til þjónustu ”gáfur“ og krapta margra manna, er hefðu gjetað gjert eítthvað þarfara — orkt eítthvað skárra, eða þá að minnsta kosti prjónað meínlausann duggara-sokk, meðan þeír voru að ”gull- inkamba“ og ”fimbulfamba“ til ævarandi spotts og athláturs um alla veröldina.1 Þannig hefst frægasti ritdómur Íslandssögunnar, dómur Jónasar Hallgrímssonar í Fjölni 1837 um „Rímur af Tistrani og Indíönu“ eftir Sigurð Breiðfjörð. Eins og upphafið ber með sér og oft hefur verið bent á beinir Jónas ekki spjótum sínum einungis að þessum „Tistrans- rímum“ og höfundi þeirra heldur ræðst hann að rímnakveðskap í heild sinni. Ýmis rök lágu þó til þess að höggið reið að Sigurði þar sem hann var virtasta rímnaskáldið og líta mátti á hann sem fremsta fulltrúa þeirrar skáldskapargreinar. Það er hins vegar ekki rétt, sem stundum hefur verið haldið fram, að ritdómurinn sé bein árás á rímur sem skáldskaparform. Hann er miklu fremur gagnrýni á það hvernig þessu formi hefur verið beitt í aldanna rás og hvernig því er beitt á dögum Jónasar. Í dómnum talar Jónas meira að segja um hvernig yrkja skuli rímur og segir: Það er ekkjert vit í því, að rímna-skáldin eígi að vera bundin við söguna. Þau eíga miklu fremur, þegar þörf gjörist, að breíta henni á marga vegu, búa til viðburði sjálfir, og skapa hið innra líf þeirra manna, er sagan nefnir, til að koma sem beztri skjipun á efnið, og gjeta siðan [svo] leítt það í ljós í fagurlegri 1 Jónas Hallgrímsson (1837:18).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.