Són - 01.01.2003, Side 10

Són - 01.01.2003, Side 10
KRISTJÁN EIRÍKSSON10 Óbreytt ferskeytla:6 Sólin skín á sundin blá, senn er mál að rísa. Við mér blasa víð og há veldi morgundísa. (Guðfinna Þorsteinsdóttir frá Teigi í Vopnafirði) Breytt ferskeytla:7 Móðinn drengur brostinn ber, bjóðast engin notin, ljóða strengur lostinn er, Lóðins fengur þrotinn. (Hjálmar Jónsson: Göngu-Hrólfs rímur VIII, 109) Í fyrri vísunni er bara endarím en í hinni síðari rímar hvert einasta áhersluatkvæði vísunnar við önnur atkvæði í samsvarandi stöðu. Bragfræðingar hafa lengi stuðst við ákveðið kerfi bragfræðilegra tákna til að sýna hugtök bragfræðinnar svart á hvítu. Þannig táknar til dæmis strik (–) áhersluatkvæði en bogi (∪) eða x áherslulétt atkvæði og er þá svokallaður réttur tvíliður (þ.e. bragfræðileg eining sem gerð er af einu áhersluatkvæði og einu áhersluléttu atkvæði og er áherslu- atkvæðið á undan). Hann er táknaður svo: – ∪ eða: –x. Aðrir bragliðir (kveður) eru svo samsettir af þessum tveim táknum í mismunandi röð eftir því hvernig áhersluatkvæði og áherslulétt atkvæði raðast saman í þeim. Önnur einkenni bragar eru flest táknuð með bókstöfum og tölustöfum. Braglína (ljóðlína, lína eða vísuorð) er táknuð með bók- stafnum l og rím með bókstöfunum: a, b, c og svo framvegis. Upphafsstafir eru notaðir til að tákna kvenrím: A, B, C og svo framvegis. Tölustafir eru hafðir til að greina fjölda braglína í erindi og fjölda bragliða (kveða) í línu. Bragarháttur óbreyttrar ferskeytlu, eins og vísu Guðfinnu Þorsteinsdóttur, „Sólin skín á sundin blá“ hér að framan, yrði samkvæmt þessu hefðbundna kerfi táknaður svo: 4l:–x: 4,3,4,3:aBaB. Hér merkir 4l að vísan (erindið) sé gerð af fjórum línum (brag- línum, ljóðlínum eða vísuorðum). –x merkir að hver kveða sé réttur 6 Vísnasafnið I (1973:42). 7 Hjálmar Jónsson frá Bólu (1965:87).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.