Són - 01.01.2003, Qupperneq 10
KRISTJÁN EIRÍKSSON10
Óbreytt ferskeytla:6
Sólin skín á sundin blá,
senn er mál að rísa.
Við mér blasa víð og há
veldi morgundísa.
(Guðfinna Þorsteinsdóttir frá Teigi í Vopnafirði)
Breytt ferskeytla:7
Móðinn drengur brostinn ber,
bjóðast engin notin,
ljóða strengur lostinn er,
Lóðins fengur þrotinn.
(Hjálmar Jónsson: Göngu-Hrólfs rímur VIII, 109)
Í fyrri vísunni er bara endarím en í hinni síðari rímar hvert einasta
áhersluatkvæði vísunnar við önnur atkvæði í samsvarandi stöðu.
Bragfræðingar hafa lengi stuðst við ákveðið kerfi bragfræðilegra
tákna til að sýna hugtök bragfræðinnar svart á hvítu. Þannig táknar
til dæmis strik (–) áhersluatkvæði en bogi (∪) eða x áherslulétt atkvæði
og er þá svokallaður réttur tvíliður (þ.e. bragfræðileg eining sem gerð
er af einu áhersluatkvæði og einu áhersluléttu atkvæði og er áherslu-
atkvæðið á undan). Hann er táknaður svo: – ∪ eða: –x. Aðrir bragliðir
(kveður) eru svo samsettir af þessum tveim táknum í mismunandi röð
eftir því hvernig áhersluatkvæði og áherslulétt atkvæði raðast saman í
þeim. Önnur einkenni bragar eru flest táknuð með bókstöfum og
tölustöfum. Braglína (ljóðlína, lína eða vísuorð) er táknuð með bók-
stafnum l og rím með bókstöfunum: a, b, c og svo framvegis.
Upphafsstafir eru notaðir til að tákna kvenrím: A, B, C og svo
framvegis. Tölustafir eru hafðir til að greina fjölda braglína í erindi og
fjölda bragliða (kveða) í línu. Bragarháttur óbreyttrar ferskeytlu, eins
og vísu Guðfinnu Þorsteinsdóttur, „Sólin skín á sundin blá“ hér að
framan, yrði samkvæmt þessu hefðbundna kerfi táknaður svo: 4l:–x:
4,3,4,3:aBaB.
Hér merkir 4l að vísan (erindið) sé gerð af fjórum línum (brag-
línum, ljóðlínum eða vísuorðum). –x merkir að hver kveða sé réttur
6 Vísnasafnið I (1973:42).
7 Hjálmar Jónsson frá Bólu (1965:87).