Són - 01.01.2003, Síða 14

Són - 01.01.2003, Síða 14
KRISTJÁN EIRÍKSSON14 Hér er litadýrð látin tákna hljómdýrð og minnir hún vissulega meira á rósaleppa en duggarasokk. Og trúlega vísar Jónas til þessarar handavinnu þegar hann talar um að „gullinkamba“ og „fimbulfamba“ en það gefur augaleið að oft hlýtur merking og rétt málnotkun að vera á kostnað gullinkembunnar. Hitt kemur þó endrum og sinnum fyrir að dýrt kveðnar vísur séu ekki bara listilegar í forminu heldur einnig að öðru leyti. Dæmi um slíkt má sums staðar finna í áður til- vitnuðum „Göngu-Hrólfs rímum“. Þannig lýsir Hjálmar því er Hrólfur vegur Grím Ægi í átjándu rímu: Fárleg vóru fjörbrot hans, fold og sjórinn léku dans, gæfusljór með glæpa fans Grímur fór til andskotans. (Göngu-Hrólfs rímur XVIII, 73) Af framansögðu má ljóst vera að list rímnanna er hæpið að meta eingöngu út frá því hversu orðlist þeirra er hrein og tær. Þær verð- ur einnig að meta út frá gullinkembunni, það er að segja dýrleikanum, óháð beinu skáldskapargildi vegna þess að þær lúta að nokkru leyti sömu lögmálum og hinn skrautlegi útskurður miðalda og einmitt vegna þess féllu þær svo vel að kröfum barokktímans seinna. Hér að framan hefur verið gerð nokkur grein fyrir hinni nýju framsetningu og henni fyrst og fremst beitt á hætti rímna enda má segja að flókin rímskipan þeirra kalli beinlínis á nýja framsetningu og það gildir reyndar einnig um aðrar flóknar kvæðagreinar eins og dróttkvæði og vikivaka. Einfaldari hætti má vissulega tákna með því hefðbundna táknkerfi sem lýst hefur verið hér að framan í megin- dráttum. Ekkert er þó því til fyrirstöðu að tákna slíka hætti einnig myndrænt og þannig ætti bygging þeirra að birtast mönnum með skýrara hætti en með hinu hefðbundna kerfi. Þannig mætti til dæmis tákna myndrænt ítölsku oktövuna eins og Jónas Hallgrímsson beitir henni í „Gunnarshólma“:10 Þar sem að áður akrar huldu völl ólgandi Þverá veltur yfir sanda; 10 Jónas Hallgrímsson (1957:50–51).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.