Són - 01.01.2003, Qupperneq 35

Són - 01.01.2003, Qupperneq 35
UM BRAGHRYNJANDI AÐ FORNU OG NÝJU 35 hnífill heim úr drífu harður kemst á garða góðir verða gróðar gefnir sauðar efni“. Skáletruðu orðin í vísunni höfðu í fornu máli létt áhersluatkvæði sem gátu ekki borið ris eins og þau eru látin gera hér. Þetta hefði Egill (eða sá sem yrkir í orðastað hans fyrir hljóðdvalarbreytingu) aldrei gert, þótt það fari auðvitað vel í máli Jónasar Hallgrímssonar. Talið er að hin nýju hljóðdvalarlögmál taki gildi á sextándu öld, þótt nokkur merki megi sjá um þau í kveðskap frá fimmtándu öld, og eins eimir ögn eftir af gömlum takmörkunum í kveðskap frá sautjándu öld. Breytingin sem fyrst og fremst olli þessu var sú að sérhljóð í orðmyndum eins og gleður lengdust (þ.e. hættu að vera stutt) og fóru þá að bera risin ein síns liðs. Munurinn á fornmáli og nútímamáli er sá að hin forna lengd réðst ekki af umhverfinu (áherslu og atkvæðagerð) eins og nú er heldur voru hljóðin stutt eða löng á eigin forsendum ef svo má segja. Þetta lögmál má nota til að tímasetja kveðskap og hér er nærtækt að huga að umræðu um aldur kvæðisins „Hrafnagaldurs“ sem fyrir skömmu varð frægt í íslensku menningarlífi.17 Kvæðið hefur varðveist í uppskriftum frá sautjándu öld og Sophus Bugge, norskur 19. aldar fræðimaður, taldi að það væri ekki miklu eldra en uppskriftirnar. Jónas Kristjánsson færir hins vegar ýmis rök fyrir því að kvæðið geti verið eldra að stofni til og ræður það meðal annars af því hversu brenglað það er í því formi sem það hefur varðveist. En harla ólíklegt virðist, ef ekki óhugsandi, að kvæðið í heild sé svo gamalt. Höfundur eða skrásetjari „Hrafnagaldurs“ fellur nefnilega í svipaða „gryfju“ og Jónas Hallgrímsson hafi hann viljað láta líta svo út sem kvæðið væri fornt. Bragarháttur „Hrafnagaldurs“ minnir á fornyrðislag en hrynj- andin er í ætt við það sem kallað hefur verið kviðuháttur og er (í viss- um skilningi) taktfastara afbrigði fornyrðislags. Sem dæmi um kvæði undir þessum hætti sem fylgir eldri hljóðdvalarlögmálum má taka „Arinbjarnarkviðu“ Egils en hún byrjar svona (enn eftir Egluútgáfu Fornritafélagsins):18 17 Sbr. Jónas Kristjánsson (2002). 18 Íslenzk fornrit (1933:258).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Són

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.