Són - 01.01.2003, Side 45
ÁFANGAR 45
Undrende maa selv
Sydboens Øje
følge den rige
smilende Kyst.
Hættirnir OOOoOOOo og OOOaOOOa eru næstum eingöngu
notaðir hjá frændum vorum þegar ort er um þjóðleg norræn efni og
gjarna forn. Því til sönnunar nefni ég eftirfarandi ljóð og nafngift-
irnar tala sínu máli: „Island“, „Ved nordisk Landbrugsmøde“, „Hem-
ings sang“, „Sang for Norden“, „Norden“, „Thorvaldsen og
Øehlenschläger“.10
„Hver vegur að heiman er vegur heim,“ segir Snorri Hjartarson og
nú verða merk tíðindi. Íslendingar flytja báða þessa hætti heim til
fósturjarðarinnar; þeir verða vinsælir hér og einnig griðastaður þjóð-
legra efna og fornra og prýði alls kyns samkoma og hátíða. Matthías
gyrðir sig í þjóðlega, forna brók er hann beitir hættinum
OOOaOOOa í „Grettisljóðum sínum XIX, Húsfreyju-flokki“:11
„Ættstór og auðugur
alinn var Grettir,
nú er hans vinfólk
vargur og örn;
munn fyrir mjúkan
mér bjóða tennur,
harðar og hvassar,
hundur og björn.“
Það varð mikil tíska skáldanna að mæra Jón Sigurðsson er hann kom
í heimsóknir til Íslands og einnig á kveðjustund og það gerir Matthías
vitaskuld líka, t.d. er Jón kemur ásamt konu sinni til Íslands árið
1865. Og nú liggur mikið við! Skáldið bætir innrími við háttinn og
lætur hann þannig nálgast dóttkvæðan hátt, einkum tögdrápu og
haðarlag:12
Snillingur snjalli!
Snild þín skyldi
10 Lie (1967:180).
11 Matthías Jochumsson (1936:602).
12 Matthías Jochumsson (1936:10).