Són - 01.01.2003, Page 62
ÞÓRÐUR HELGASON62
Þú, sem byrlar blómi
með blíðu daggarmegin
und morgungeisla gliti,
glæð og mér í muna
magn og þrótt er sigri
harma og hörfi meinum.
Hér er ljóðaháttur skammt undan eins og sjá má á síðustu þremur lín-
unum.
Sérstaka gerð háttlausunnar má sjá hjá Braga Sigurjónssyni þar
sem þríliðir eru mjög ríkjandi í ljóðinu „Herðimaður í máli“:59
Genginn er Gunnar í Hamri
grafinn að viðstöddum fáum
fljótt verður gröf hans gróinn [svo!]
grasi, fíflum og njóla.
Hann þótti kynjakvistur,
kunni fjölsefjun illa,
þokkaðist ekki í þrengslum,
því fór hann einn síns vegar.
Ólafur Jóhann Sigurðsson kemur skemmtilegri „reglu“ á „rím-
atkvæðin“ í háttlausuljóði sínu „Gestur“ þar sem hver lína er sjö
atkvæði með endingunum OOOoOOOo:60
Klettur í vatni, kenndur
við konung fugla, gróinn
grasi og gráum mosa,
gulri möðru og hvönn:
hólma á hægum straumi
hrímgast sá ég á vetrum
og grænka á vori grunlaus
um gný og vængjadyn.
Að lokum skal á það bent að Stephan G. Stephansson bjó til nokkurs
konar millistig háttlausu og dróttkvæðs háttar er hann lét þriðju og
fjórðu línu og sjöundu og áttundu línu erindis bera hendingar:61
59 Bragi Sigurjónsson (1982:68).
60 Ólafur Jóhann Sigurðsson (1995:128).
61 Stephan G. Stephansson (1958:253).