Són - 01.01.2003, Side 84

Són - 01.01.2003, Side 84
RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON84 Hér má í raun segja að ljóðstafir sem eiga saman séu orðnir fjórir. Betur hefði farið á því að láta stuðla á öðru en sérhljóðum í fimmtu braglínu. Línan hefði til dæmis mátt vera síðan mjög sæl með Írafells-Móra eða síðan með honum Írafells-Móra eða eitthvað í þá veru. Þá hendir menn stundum að hafa þrjá ljóðstafi, þ.e. tvo stuðla og höfuðstaf, í þriðju og fjórðu braglínu og tengja þær svo við fimmtu línu með höfuðstaf. Þetta fer ekki vel. Hér má líta á limru sem varð til í fjölbrautaskóla einum úti á landsbyggðinni þegar fjallað var um nemanda með óvenjulegan námsferil. Höfundur er sá sem hér skrif- ar: Hér notast mörg ágætis aðferð og einn hefur fengið þá meðferð: Hann skreið upp á skrifvél, er skröltfær á bifvél og skríður nú burtu á hægferð. Ljóðstafir sem eiga saman eru orðnir fjórir. Hér hefði farið betur á því að segja í síðustu línunni: og heldur nú burtu á hægferð. Þá væri fimmta línan komin með sína eigin tvo stuðla. Það sem oftast fer þó úrskeiðis hjá limrusmiðum er að þeir setja ljóðstafi í forliðina. Ástæðan fyrir þessum stuðlaglöpum er nokkuð augljós. Langoftast eru limrur byggðar á þríliðum, þ.e. þrjú atkvæði eru í hverri kveðu. Af þessu orsakast það að forliðir í limrum eru oft tvö atkvæði og fer vel á því ef braglínan á undan endar á stúf (einlið). Þessir forliðir geta því orðið nokkuð langir. Hér má skoða dæmi um limru eftir óþekktan höfund:22 Einn húskarl þeir héldu í Kína sem hafði ekki lundina fína. Á tíræðisaldri með ærslum og skvaldri gerði hann út af við langömmu sína. Hér er stuðlasetning rétt. Í síðustu línunum þremur eru þrír ljóðstafir. Fimmta braglína tengist þriðju og fjórðu línu með höfuðstaf (þ.e. ú í út). Forliðurinn (skáletraður) þar fyrir framan er strangt til tekið þrjú atkvæði en að vísu eru aðeins tvö þeirra borin fram. Í venjulegu 22 Gísli Jónsson (2001:38).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.