Són - 01.01.2003, Blaðsíða 91

Són - 01.01.2003, Blaðsíða 91
Einar Sigmarsson Nóttin skiptir litum „Haustið er komið“ eftir Snorra Hjartarson* I Inngangur Það var árið 1944 að Snorri Hjartarson (1906–1986) sendi frá sér bókina Kvæði.1 Þar er tuttugu og ein bragsmíð, sumar undir arftekn- um eddu- og sonnettuháttum en nokkuð er um nýstárlegri brögð, til dæmis það að nota hálfrím sem endarím.2 Á öndverðum fimmta áratug tuttugustu aldar blésu ferskir vindar um íslenska kveðskapar- list — forboðar formbyltandi storma — en um fyrstu ljóðabók Snorra sýndist sitt hverjum. Braga Sigurjónssyni fannst enginn byrjanda- bragur á henni heldur „vekja athygli, hve vel höfundur kann að fara með bundið mál, hvað ytri búning snertir“.3 Elíasi Mar fannst * Sex íslenskufræðingar hafa lesið yfir ljóðgreiningu þessa — á ýmsum vinnslustigum: Sveinn Yngvi Egilsson, Þórður Ingi Guðjónsson, Dagný Kristjánsdóttir, Eysteinn Þorvaldsson, Þórður Helgason og Kristján Eiríksson. Öll eiga þau bestu þakkir skildar og skal ekki kennt um neitt sem betur mætti fara í lokagerðinni. 1 Um lífshlaup Snorra má lesa hjá Páli Valssyni (1990:7–8 og 1992:XIII–XX). Ýmsar heimildir aðrar bregða upp mynd af manninum að baki skáldinu, til dæmis viðtal í Þjóðviljanum 18. desember 1966, „Seiður í vitund manns“ (Magnús Kjartans- son 1966); ræða hans við afhendingu bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 5. mars 1981, „Án vonar ekkert líf“ (Snorri Hjartarson 1981b); viðtal í Mími 1981, „Í ljóðlist skipta einlægni og heiðarleiki öllu máli“ (Helgi Grímsson og Þórarinn Friðjónsson 1981); greinin „Snorri Hjartarson“ í ritinu Félagi orð eftir Matthías Johannessen (1982:235–239) og síðast en ekki síst útfararræða séra Rögnvalds Finnbogasonar eftir skáldið, prentuð í Lesbók Morgunblaðsins 31. janúar 1987. 2 Ýmsir hafa orðið til þess að útlista form Kvæða, til dæmis Kristinn E. Andrésson (1949:186–189 og 1976:276–278), Helgi Hálfdanarson (1955 og 1956), Stefán Einarsson (1961:448–449), Sverrir Hólmarsson (1968:17–23) og Páll Valsson (1990:28–44 og 1992:XXIII–XXV). Annars hafa allmargir vikið að kveðskap Snorra, til dæmis Hannes Sigfússon (1956), Hannes Pétursson (1960:14, 24–25), Örn Ólafsson (1965), Guðmundur Böðvarsson (1966), Gunnar Stefánsson (1968), Njörður P. Njarðvík (1969), Sveinn Skorri Höskuldsson (1970:33–36), Jóhann Hjálmarsson (1971:115–125, 194), Hjörtur Pálsson (1981), Þorleifur Hauksson (1987) og Hrönn Hilmarsdóttir (1989). 3 Bragi Sigurjónsson (1945:175, sjá líka bls. 174).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.