Són - 01.01.2003, Síða 93

Són - 01.01.2003, Síða 93
NÓTTIN SKIPTIR LITUM 93 og brár hans lykjast aftur; austan fer annarleg nótt og dimm með sigð í höndum, með reidda sigð við rifin skýjatröf.8 Upphafsorðin eru skýr og skilmerkileg: „Haustið er komið handan yfir sæinn.“9 Móðir náttúra lætur ekki að sér hæða í nöturleika sínum. Í myndmálinu leynist himinhvolfið. Kenningin „hvarmaljós“ (‚augu‘) næturinnar minnir á stjörnur næturhimins og slæðurnar á skýjahulu.10 Þar birtist nútíðin en í fortíðinni vekur „hárbrimið gullna“ hugrenn- ingatengsl við sólina. Þá léku geislar hennar við andvarann áður en skýin, slæðurnar þungu, byrgðu sýn. Sigð svartnættisins minnir á mána enda svipuð í laginu og ber við himin, „við rifin skýjatröf“. Í augum bjartrar („blárrar“) næturinnar, sumarnæturinnar, speglast beygur; þau „dökkna af kvíða“. Hárið er hulið sjónum; fær ekki lengur að bylgjast laust í andvaranum og lokka til sín daginn, rjóðan af geislum sólar. Þegar sjónum er aftur beint að líðandi stundu syrtir í lofti. Hið dökka sækir að hinu ljósa og í grámanum verða mörkin óglögg. Dagurinn — nú kallaður „hann“ — hopar upp í brekkur, dapur í bragði, einskis megnugur gegn „kuldans myrka valdi“. Hann skynjar haustboðana af slíku næmi að hann „heyrir stráin fölna og falla“. Að lokum hverfur náttúran honum sjónum, „brár hans lykjast aftur“; síðustu dagskímuna þrýtur. Úr austurátt kemur („fer“) svartnættið og hefur til himins sigð sem ristir sundur skýin. Þannig kemur efnið fyrir sjónir í fljótu bragði. 8 Hér sem eftirleiðis er vitnað í frumútgáfu Kvæða (Snorri Hjartarson 1944:18–19). Í síðari söfnum hefur skáldið hróflað við sumum eldri bragsmíðum sínum. „Haustið er komið“ er samt óbreytt í Kvæðum 1940–1952 (Snorri Hjartarson 1960:22–23) og Kvæðum 1940–1966 (Snorri Hjartarson 1981a:24–25) ef undan er skilinn rithátt- urinn „skýatröf“ í staðinn fyrir „skýjatröf“ og að ekki er komma í fjórðu línu á undan tilvísunarsetningunni „er lék sér frjálst við blæinn“. Snorri breytti því ekki ljóðinu svo nokkru næmi og kann að segja sitt um álit hans á því en viðameiri breytingar hans á öðrum kvæðum snerust um að gera þau knappari, ekki síst sú að fella brott ýmis orð í síðari gerð (sbr. Pál Valsson 1990:91). 09 Haustið varð Snorra ósjaldan að yrkisefni. Í Ljóðarabbi gerir Sveinn Skorri Höskuldsson (1989:29–36) átta slík kvæði eftir hann að umtalsefni: „Haust“ (í bók- inni Á Gnitaheiði), „Á haustskógi“, „Haustkvöld“, „Haust“ (í Laufi og stjörnum) og „Haustmyndir“ (sameiginlegt heiti á fjórum smáljóðum í bókinni Hauströkkrið yfir mér). Páll Valsson (1990:94–96) hefur líka fjallað um haustið sem efni í ljóðum Snorra. 10 Tengsl hvarmljósanna við stjörnur eru síður en svo langsótt, samanber síðari liðinn, -ljós, og orðið hvarmastjörnur ‚augu‘, auk orðasambanda á borð við að augu e-s tindri/bliki eins og stjörnur. Síðari liðurinn, -ljós, er stofnorð en fyrri liðurinn, hvarmar ‚augnlok‘, telst vera kenniorð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.