Són - 01.01.2003, Síða 94

Són - 01.01.2003, Síða 94
EINAR SIGMARSSON94 III Um tengsl efnis og forms „Haustið er komið“ er sonnetta af ítalskri gerð, kennd við Petrarca (1304–1374). Línurnar eru fjórtán talsins eins og venja er. Ljóðstafir eru sömuleiðis með hefðbundnu sniði; ellefta og fjórtánda lína sér um stuðla því að tæplega telst vera höfuðstafur í orðmyndinni brár í fremsta risi tólftu línu nema stílbragð sé. Eins og sonnettu hæfir verða skil milli ferhendnanna annars vegar og þríhendnanna hins vegar. Ferhendurnar eru spegilrímaðar, hvor í sínu lagi og hvor í annarri (ABBA ABBA). Þríhendurnar tengjast líka hvor annarri, með lotu- rími (cDe cDe).11 Skipan karl- og kvenríms er með ýmsu móti í Petrarca-sonnettu og því ekki athugaverð. Efni og form falla í einum og sama farvegi. Í fjórðu línu er horfið frá drunganum og reikað aftur í tímann. Fyrir bregður ljúfri minningu um bjartari tíð, vísast dagrenningu eða jafnvel vorkomu, andstæður húms og haustkomu. Sú minning teygist fram í fimmtu línu og þann- ig eru ferhendurnar undnar saman að efni. Í sjöttu línu er aftur snúið til líðandi stundar og flöktandi skuggamynda hennar. Að lokum má marka rökrænt merkingarsamhengi áttundu línu við þá fyrstu eins og til að árétta að allt sé á hverfanda hveli og fortíðarþrá til lítils: „Haust- ið er komið handan yfir sæinn […] allt gengur kuldans myrka valdi í haginn.“ Í þeim skilningi afmarka fyrsta og áttunda lína ferhendurnar sem speglast hvor í annarri, ekki síður að efni en formi. Þríhendurnar eiga saman um efni en ekki er örgrannt um tengsl við ferhendurnar, samanber áttundu línu: „[A]llt gengur kuldans myrka valdi í haginn.“ Um leið og myndirnar verða ískyggilegri markast þríhendurnar af samfelldri stígandi sem hæst rís í geigvæn- legri endurtekningu: „[S]igð […] reidda sigð.“ Á móti kemur fortíðar- blik í endurtekningunni „hárið síða, / hárbrimið gullna“. Í þríhendunum er vísuorðum skipt áður en setningu lýkur, and- stætt ferhendunum. Við línulok verður því ekki það hlé sem vant er: Hann heyrir stráin fölna og falla, sér fuglana hverfa burt á vængjum þöndum, […] og brár hans lykjast aftur; austan fer annarleg nótt og dimm með sigð í höndum.12 11 Hér er kvenrím markað hástöfum en karlrím lágstöfum. 12 Það er mín breyting að skáletra línuskiptu setningarnar, E.S.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.