Són - 01.01.2003, Side 95

Són - 01.01.2003, Side 95
NÓTTIN SKIPTIR LITUM 95 Hér er komið stílbragðið enjambement, línustikl svo notað sé íslenskt orð í stað hins franska.13 Sögnunum sér og fer, sem ríma, er léð meira vægi en ella með því að draga þær aftast í næstu línur á undan. Þannig er formfestunni storkað.14 Um leið næst fram sérstæð hrynjandi, líkt og dagurinn sé í þann veginn að líða út af og skilningarvit hans slævist. IV Um persónugervingar og andstæður Hannes Pétursson telur að „Haustið er komið“ sé dæmi um hina „hreinu náttúru-lýrikk“ í Kvæðum; þar „gleymist allt nema fegurð landsins, ást skáldsins til þeirrar jarðar sem ól hann, hugur hans verður heill og óskiptur, eigin vandamál hverfa í þeirri andrá, sem fegurð landsins gagntekur hann“.15 En fleiri víddir gætu leynst í ljóðinu því að persónugerving er máttarviður í myndbyggingu þess. Í leiftri liðinnar tíðar birtist dagurinn fyrst og horfir þá á nóttina. Þegar aftur er snúið til líðandi stundar er skyggnst inn í hug hans; þá er hann „stúrinn […] / og veit að það er eftir engu að bíða“. Þar kemur (í fyrri þríhendu) að náttúrunni er lýst með skilningarvitum hans — hann „heyrir“ og „sér“ — uns „brár hans lykjast aftur“. Hin bláa nótt ber slæður og hefur augu og hár en er líka uggandi; „hvarmaljós“ hennar „dökkna af kvíða“. Hin dimma nótt er líka kona; hún hefur hendur og reiðir sigð. Fleira gæti verið persónugert, til dæmis „hárbrimið gullna, er lék sér frjálst við blæinn / og seiddi í leikinn sólskinsrjóðan daginn“,16 jafnvel blærinn því hann brá líka á leik.17 Kuldinn er valdhafi og gengur allt í haginn.18 Vindarnir bera 13 Atli Ingólfsson (1994:15) notar sambandið þræddar línur í merkingunni ,enjambe- ment‘. „Haustið er komið“ hefur áður verið tekið sem dæmi um það stílbragð en túlkað á annan veg en hjá greinarhöfundi (sbr. Sverri Hólmarsson 1968:18–19 og Pál Valsson 1990:35–38, 1992:XXIV; til hliðsjónar má vísa á Hugtök og heiti í bók- menntafræði 1983:71). 14 Þórir Óskarsson (1987:105) segir að enjambement verði „sennilega ekki verulega algengt fyrr en í ljóðum Tómasar Guðmundssonar“ (uppi 1901–1983). Benedikt Gröndal (uppi 1826–1907), Stephan G. Stephansson (uppi 1853–1927) og Einar Benediktsson (uppi 1864–1940) nota stílbragðið en eins og Sverrir Hólmarsson (1968:17–19) bendir á beitir Snorri því markvissar en þeir og gengur jafnvel lengra en Jónas Hallgrímsson (uppi 1807–1845). Ef til vill hefur hann verið tvístígandi í listsköpun sinni á árunum 1940–1944, þegar hann samdi Kvæði, þótt að upplagi væri hann hollur hefðinni. 15 Hannes Pétursson (1960:14). 16 Skáletrun er mín, E.S. 17 Blærinn er persónugerður í þeim skilningi að orðasambandið leika sér við (einhvern) felur í sér að allir eða báðir sem í hlut eiga leiki sér, blærinn þar með talinn, and- stætt sambandinu leika sér að (einhverjum eða einhverju). 18 Merkingar vegna er myndhverfa orðatakið að ganga allt í haginn yfirleitt haft um menn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.