Són - 01.01.2003, Page 97

Són - 01.01.2003, Page 97
NÓTTIN SKIPTIR LITUM 97 ódáinsakur en sjórinn banabeður. Það sem kemur „handan yfir sæinn“ orkar framandlegt, jafnvel kynngimagnað: „[A]ustan fer / annarleg nótt og dimm.“21 Hafið aðskilur og einangrar en fuglarnir þurfa ekki að skeyta um það — þeirra er frelsið. Andstæðurnar skerpa til muna drættina í heildarsvip ljóðsins, ekki síst litbrigði ljóss og myrkurs: LJÓS MYRKUR blátt dimmt sólskinsrjótt grátt gullið myrkt Bláminn gæti táknað birtu, samanber bláu nóttina andspænis þeirri dimmu. Roði dagsins hangir saman við líf og fjör en gráminn er til marks um deyfð og drunga.22 Um leið sýnir grámóskan að mörk hins ljósa og dökka verða þokukennd. Litirnir geta ekki síður runnið sam- an en gengið sundur. Í upphafi eru þeir sterkir, ekki síst roðinn, en verða æ daufari eftir því sem á líður, samanber grámann. Að sama skapi verður andblær ljóðsins æ drungalegri en um leið er hann hátíðlegur eins og speglast í hástemmdu orðfæri: Fyrri ferhenda: „sæinn“, „hvarmaljós“, „hárbrimið gullna“, „blæinn“ Síðari ferhenda: „seiddi“, „sólskinsrjóðan“ Fyrri þríhenda: „hverfa burt á vængjum þöndum“ Síðari þríhenda: „brár“, „lykjast“, „skýjatröf“ Lýsingarorðin eru jafnmörg braglínunum, fjórtán að tölu, að með- töldum þeim lýsingarháttum þátíðar sem hafa svipaða stöðu og lýs- ingarorð: „þöndum“, „reidda“ og „rifin“. Sú fjöld leggst á eitt með öðru um að gera ljóðið myndrænt. Enginn hörgull er heldur á sögnum en að hjálparsögnum undanskildum eru þær átján talsins. Af því má ráða hve strítt myndirnar renna áfram. Orðgnótt er að vísu 21 Skáletrun er mín, E.S. 22 Rauðu og gráu er víða teflt saman í kvæðum Snorra og sjálfur kvaðst hann hafa „gaman“ af að blanda saman þeim litum (Helgi Grímsson og Þórarinn Friðjónsson 1981:5). Um notkun litaorða í Kvæðum má vísa á Sverri Hólmarsson (1968:23–25) og í víðara samhengi á Helga Hálfdanarson (1956:113–114) og Pál Valsson (1990:57, 67–68, 71–72, 76, 79 og 1992:XXVII–XXVIII).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.