Gerðir kirkjuþings - 1995, Side 18
1995
26. KIRKJUÞING
1. mál
SKÝRSLA BISKUPS OG KTRKJURÁÐS
Flutt af kirkjuráði
Frsm. herra Ólafur Skúlason, biskup.
Yfirleitt fylgja ekki miklar breytingar, þegar verið er að skýra frá viðfangsefnum
milli ára. Mál eru kynnt, að þeim er unnið og ekki sjaldan er þeim fylgt eftir til þeirrar
niðurstöðu, að betra var en ekki að hrint var af stað. A mörgum sviðum mun þetta
sjást í þeirri skýrslu, sem nú fylgir.
En mestar eru breytingamar á tveimur þáttum, þegar fjallað er um kirkjuráð,
viðfangsefni þess og biskupsembættið sjálft. Þegar séra Jón Einarsson féll frá 14.
september s.l. hafði hann háð stríð um nokkra mánaða skeið við vágest þann, sem að
lokum hafði betur. Kom þetta nokkuð niður á störfum ráðsins, þar sem ffam eftir
sumri stóðu vonir til þess, að séra Jón gæti sinnt störfum sínum áfram. Hafði hann líka
í áhuga sínum á málum kirkjunnar, kirkjuráðs og kirkjuþings fullan hug á því að gefast
ekki upp og miðla af þekkingu sinni.
Varamaður séra Jóns var séra Þórhallur Höskuldsson og sótti hann einn fimd
kirkjuráðs eftir ffáfall séra Jóns, en ég var í stöðugu sambandi við hann, bæði í síma og
eins, þegar hann átti erindi hingað til borgarinnar og var ekki sjaldan. En séra Þórhallur
var í mörgum nefndum og sinnti sínum störfum öllum af miklum áhuga og
samviskusemi enda var þekking hans víðtæk og yfirsýn slík, að gott var að njóta
ffamlags hans. Hinn nýi vettvangur í kirkjuráði höfðaði líka mjög til hans, enda þótt
hann syrgði vin sinn í Saurbæ eins og við öll. Enginn aðdragandi var að andláti séra
Þórhalls svo nokkur gæti verið viðbúinn þeim vátíðindum. Kvartaði hann reyndar
undan því við konu mína örlagaföstudaginn 6. október, að margháttuð verkefni kölluðu
ffam þrúgandi streitu og finndi hann helst fyrir því þar, sem hann var ekki heill fýrir.
Engan grunaði þó, hvað ætti eftir að gerast strax næstu nótt. Við fáum því ekki að
njóta starfa séra Þórhalls í kirkjuráði og stórt skarð skilur hann sem og séra Jón
Einarsson eftir í röðum kirkjuþingsmanna, eins og ég minntist á í gær.
Annar varamaður lærðra í kirkjuráði er séra Karl Sigurbjömsson. Býð ég hann
velkominn í kirkjuráð, þótt aðdragandi hafi verið slíkur, að engan gmnaði. Áður hafa
tveir kirkjuráðsmenn látist á kjörtímabili kirkjuráðs, en langt var í milli. Andaðist
Ásgeir Magnússon árið 1976, en 1959 andaðist Gísli Sveinsson, þá nýkjörinn í
kirkjuráð.
Séra Karl Sigurbjörnsson hefur þegar setið einn fund ráðsins. Veit ég hann mun
vel miðla af sinni staðgóðu þekkingu góðrar yfirsýnar yfir málefni kirkjunnar. Hann er
vitanlega kjörinn til loka þessa kjörtímabils eða þar til næsta kirkjuþing verður kosið.
13