Gerðir kirkjuþings - 1995, Page 19
1995
26. KIRKJUÞING
1. mál
En alls hefur kirkjuráð haldið níu fundi á starfsárinu, og eru þar af tveir, sem
standa tvo til þijá daga í hvor.
Þá hafa einnig orðið miklar breytingar við biskupsembættið í Kirkjuhúsinu nýja.
Eins og ég gat um á síðasta Kirkjuþingi, hafði séra Þorbjöm Hlynur Amason ákveðið
að hverfa aflur til sóknarprestsstarfa sinna að Borg á Mýrum og þakkaði ég honum þá
og endurtek nú þakkir fyrir margvísleg störf hans þau ár, sem hann var biskupsritari.
Sinnir hann sumu áfram, eins og formennsku í utanríkisnefhd og nú hef ég sett hann
formann kirkjueignanefndar.
í stað séra Þorbjamar Hlyns réði ég séra Baldur Kristjánsson í stöðu
biskupsritara. Hann hefur ekki aðeins staðgóða þekkingu á kirkjumálum og hefur sinnt
þeim þann veg, að traust er borið til hans, heldur hefur hann einnig stundað
framhaldsnám í Bandaríkjunum í greinum, sem vel eiga að gagnast í núverandi starfi.
Sömuleiðis vann hann um hríð fyrir BSRB og sinnti samskiptum við ljölmiðla. Miðað
við þá mánuði, sem séra Baldur hefur sinnt sínu þýðingarmikla embætti og ég hef notið
aðstoðar hans, þykir mér allt benda til þess, að vel hafi verið ráðið.
Séra Bemharður Guðmundsson sótti um lausn frá starfi fræðslustjóra, enda var
ráðning hans ffamlengd í þjónustu við Lúterska heimssambandið í Genf. Hafa að vísu
starfsmenn samtaka kirkna notið þeirra forréttinda, að embætti þeirra hafa verið geymd
í heimakirkjunum, meðan þeir þjóna í Genf, en erfiðara er um vik hjá okkur í mannfæð
og þrengra skipulagi. En mikið og gott starf vann séra Bemharður sem fyrsti
ffæðslustjóri kirkjunnar og hafði þar áður verið fféttafulltrúi og ritstýrt Víðförla og
Arbók kirkjunnar. Hann er hugmyndaríkur og laginn við að koma þeim i ffamkvæmd,
vann vel með fjölmiðlum og ræktaði samband við þá, sem ekki hafa minnst áhrif til
mótunar skoðana meðal þjóðarinnar. En fjölmiðlafólk lætur sífellt meir og meir til sín
taka og telur ekki óeðlilegt, að skoðanir þess komi ffam fyrir hvem mann. Þarf kirkjan
enn ríkulegar vegna þeirra áherslubreytinga, sem orðið hafa í starfi fjölmiðla, að sinna
þeim málum af meiri gaumgæfni en verið hefur nú undanfarið. Hefur biskupsritari
mikinn áhuga á því og á þekking hans og fyrri störf vel að nýtast á því sviði í samvinnu
við aðra starfsmenn embættisins.
Og má geta þess í tengslum við þetta mál, að í nóvember í fyrra var haldin
ráðstefna í Skálholti um kirkju og fjölmiðla, var hún vel sótt bæði af hendi þeirra
manna kirkjunnar, sem sérstaklega koma að þessum málum og ekki síður fúlltrúum
fjölmiðla. Kom fram áhugi á því að efla tengslin, en ekki var þörfin síður áberandi fyrir
upplýsingar um þau mál, sem kirkjan er að fást við utan hins mest hefðbundna.
Eg þakka séra Bemharði Guðmundssyni margháttuð störf hans á biskupsstofú
og á vegum kirkjunnar. Hann kom einnig við sögu í störfúm kirkjuþings og lagði hér
fram vandaðar skýrslur.
Auglýst var staða fræðslustjóra sem og deildarstjóra við fræðslu-og
þjónustudeild. Voru margir hæfir umsækjendur um báðar þessar stöður og töluverður
vandi að velja. Mér þótti samt einsýnt, að ég vildi fá séra Öm Bárð Jónsson til þess að
gegna áffarn starfi fræðslustjóra, sem hann hafði verið settur til að sinna, frá því dr.
Bjöm Bjömsson hvarf aftur til starfa sinna við Háskóla íslands og hafði reynst hinn
14