Gerðir kirkjuþings - 1995, Síða 20
1995
26. KIRKJUÞING
1. mál
hæfasti í stöðu sinni sem ffæðslustjóri. Varð það því úr, að séra Öm Bárður Jónsson
var skipaður fræðslustjóri, og vænti ég mikils af forystu hans í þessum þýðingarmiklu
málum, sem hann hefur þegar sinnt af kostgæfni góðrar þekkingar, þar sem
skipulagshæfileikar hans hafa þegar notið sín hið besta. Og nýlega hefur Öm tekið próf
á svonefndu Doctor of Ministry sviði við Fuller háskólann í Bandaríkjunum.
Úr hópi umsækjenda um deildarstjórastöðuna , sem séra Jón Ragnarsson hefur
gegnt og varð laus, er hann var kallaður sóknarprestur til Hveragerðisprestakalls, var
valin frú Halla Jónsdóttir. Hún er menntuð á sviði uppeldismála og kristinnar
hugmyndafræði og mun á næstunni veija doktorsritgerð sína. Halla hefur fyrr komið
að málum fræðsludeildar og ritstýrt Víðforla, og veit ég hún mun miklu miðla. Hafa
námskeið þau, sem hún og aðrir á ffæðsludeild hafa staðið fyrir vítt um land, bæði verið
vel sótt og þótt hin gagnlegustu.
Þá var einnig auglýst staða verkefnisstjóra safnaðamppbyggingar. Tel ég okkur
hafa fengið þar góðan starfsmann í dr. Sigurði Áma Þórðarsyni, sem hefur unnið af
krafti að því að setja sig inn í þessi þýðingarmiklu mál, sem kirkjan setur á oddinn það
sem eftir er áratugarins og aldarinnar og hljóta raunar ætíð að vera ofarlega í vitund
þeirra, sem móta stefnu kirkjunnar. Hann hefiir fundað með
safhaðaruppbyggingarnefndinni og haldið námskeið og flutt erindi.
Býð ég þau öll velkomin til leiðtogastarfa á vegum kirkjunnar, séra Baldur
Kristjánsson, séra Öm Bárð Jónsson, dr. Sigurð Áma Þórðarson og Höllu Jónsdóttur
og flyt þeim þakkir, sem horfið hafa á braut eða til annarra starfa við embættið.
Þá verða einnig þær breytingar á starfsmannaliði, að ffú Guðrún Sigurðardóttir,
sem um árabil hefur verið hinn besti starfsmaður biskupsstofu og býr yfir mikilli
þekkingu á málum hennar, lætur nú af störfum sökum aldurs, en við af henni tekur ffú
Bima Friðriksdóttir, sem verið hefiir ritari í ffæðsludeild.
Á miðju næsta ári fyllir séra Magnús Guðjónsson einnig sjötíu ára tímann, sem
embættismönnum er heimil þjónusta. Hann hefur mjög komið við sögu kirkjuþinga og
er hér enn starfsmaður, hefur haft forystu um útgáfu Gerða kirkjuþings, verið
biskupsritari og hin dyggasta hægri hönd biskupa. Undanfarið hefúr séra Magnús
unnið að því að skrifa sögu kirkjuþings og kirkjuráðs og er handrit hans að verða
tilbúið til útgáfú. Er það í yfirlestri og safnar séra Magnús myndum í bókina. Vænti ég
mikils af því yfirliti yfir margháttuð störf kirkjuráðs og kirkjuþings, sem bókin mun
geyma og upplýsa. Þakka ég séra Magnúsi þetta ritverk sem önnur störf hans við
biskupsembættið og forystu hans í málefnum kirkjugarða.
Þetta em miklar breytingar hjá ekki fjölmennara starfsliði. En sífellt kemur
betur og betur í ljós gagnsemi þess að hafa ráðist í kaup Kirkjuhússins að Laugavegi
31. Það sómir sér ekki aðeins vel í virðulegum stíl vandaðrar smíði, heldur hýsir þætti
kirkjuleg starfs, svo að vel hentar. En vitanlega var stórt skref stigið og þungir baggar
reyrðir með þeirri fjárfestingu. Á þó allt að vera innan þeirra marka, sem áformað var,
enda þótt kostnaðaráætlanir við breytingar fæm ffam úr áætlunum.
15