Gerðir kirkjuþings - 1995, Blaðsíða 24
1995
26. KIRKJUÞING
1. mál
að hjálparstarf kirkjunnar sé í höndum þeirrar stoíhunar, sem nú hefiir sannað
tilverurétt sinn í fjórðung aldar.
Félagsmálaráðherra fór þess á leit við biskup, að hann tilnefndi fyrir hönd
þjóðkirkjunnar einn fúlltrúa í nefnd til að skoða fjárhagsstöðu heimilanna og
greiðslugetu. Eins og þegar hefúr komið fram, fól ég séra Þórhalli Höskuldssyni þetta
starf, en hann hefúr borið ffam tillögur á kirkjuþingum varðandi þetta mál og beitt sér
fyrir umræðum á vegum Þjóðmálanefndar kirkjunnar um það. Fylgir skýrsla séra
Þórhalls um þetta starf sem fylgiskjal til skoðunar.
Ekki hefúr enn verið tilnefndur maður í stað séra Þórhalls.
Gefnar voru út reglur þær, sem kirkjuþing samþykkti um kirkjubyggingar og
hefúr nefnd, sem reglumar gera ráð fyrir, hafið starf sitt og er góður hugur í mönnum.
Þessi lista- og kirkjubygginganefnd gefúr sérstaka skýrslu um störf sín og fylgir hér
með og verður til athugunar á þinginu.
En vert er að vekja athygli þeirra, sem hyggja á nýsmíði eða viðgerðir á kirkjum
og safnaðarheimilum á því, að samkvæmt reglum ber framangreindri nefnd að fjalla um
tillögur að húsum og fjármögnun, áður en kirkjuráð hugar að styrkveitingum.
Á Prestastefnu 1995 var samþykkt að fara þess á leit við biskup, að hann skipaði
nefnd til þess að fjalla um söngmál í kirkjum og útgáfú sálmabóka. Vom bæði
organistar og prestar tilnefndir til setu í nefndinni og starfi hún með söngmálastjóra og
geri tillögur sínar í samráði við hann.
Selfyssingar hafa tekið saman sálmabók með nótum og unnið þar hið merkasta
starf. Glúmur Gylfason sótti fúnd kirkjuráðs og fór þess á leit við ráðið, sem sér um
útgáfú sálmabóka á vegum kirkjunnar, að það gefi út nefnda bók eða sjái um, að hún
verði á boðstólnum.
Þá er einnig önnur nefnd að störfúm og skal gera tillögur um stöðu organista
sem kirkjulegra starfsmanna og skipulag tónlistarmála. Eru þær breytingar á orðnar nú
á allra síðustu tímum, að þeim söfnuðum fer fjölgandi, sem hafa organista í fúllu starfi.
Ber brýna nauðsyn til að taka á þessum málum öllum og setja reglur þar að lútandi.
Greinargerð með tillögum verður lögð ffam á þessu kirkjuþingi.
Síðasta kirkjuþing samþykkti, að kirkjan skyldi vera virk á fýrirhuguðu
Heimsmeistaramóti í handbolta, sem var haldið hér á landi. Var skipuð sérstök
nefnd, sem vann með forystumönnum Handknattleiksráðs íslands og var þjónusta veitt
með helgihaldi og viðveru bæði í Reykjavík, á Akureyri og í Hafnarfirði. Þótti þetta
gott ffamtak og var kynnt í bæklingum.
Þykir mörgum sem fúll ástæða sé til að veita hið sama á næstu alþjóðamótum,
sem hér verða haldin og þá einnig á stórmótum þeim, sem innlendir aðilar einir sækja.
Má í því sambandi minna á fjölmennar íþróttahátíðir barna á Akureyri og í
Vestmannaeyjum.
19