Gerðir kirkjuþings - 1995, Blaðsíða 30
1995
26. KIRKJUÞING
1. mál
Varðandi kristniboð vísast til tillögu um aðild þjóðkirkjunnar að kristniboði (16. mál)
og leggur kirkjuþing til, að í hveiju prestakalli verði komið á sérstakri nefnd, sem hafi
það verkefhi að sinna hjálpar- og kristniboðsstarfi og tengjast þannig bæði
Hjálparstofnun kirkjunnar og Sambandi íslenskra kristniboðsfélaga.
Lista- og Kirkjubygginganefnd: Kirkjuþing fagnar skipun lista- og
kirkjubygginganefndar og hvetur kirkjuráð til þess að minna sóknamefndir á skyldur
sínar gagnvart nefhdinni, áður en þær hefjast handa við fjárfrekar framkvæmdir.
Nefndin bendir á mistök í Gjörðum kirkjuþings 1994 varðandi 19. grein um byggingu
kirkna (10. mál). Þar á að standa skv. samþykkt þingsins í 6. línu á bls. 203: Samþykkt
biskups og kirkjuráðs „í stað nefndarinnar.” Annað er óbreytt.
Söngmál: Kirkjuþing 1995 þakkar hina viðamiklu skýrslu um embætti söngmálastjóra
og Tónskóla þjóðkirkjunnar um leið og það viðurkennir og þakkar starf
söngmálastjóra. Söngur og tónlistarflutningur eru burðarásar kristinnar guðsþjónustu
og hefur mjög vel verið unnið að þeim málum hjá embætti söngmálastjóra.
I skýrslunni er einnig bent á það hve mikla ábyrgð hann hefur orðið að bera. Þar koma
ffam eftirfarandi tillögur:
1. Nefnd verði sett á fót til að vinna með söngmálastjóra, ákvarða um útgáfumál og
annast daglegan rekstur.
2. Starfshópur verði skipaður er setji ffam skýra stefnu kirkjunnar í tónlistarmálum.
3. Athugað verði hvort Tónskóli Þjóðkirkjunnar geti orðið aðili að samningi um
listmenntun á háskólastigi.
Kirkjuþing styður þessar tillögur.
Kirkjan og íþróttamót: Kirkjuþing þakkar, hversu vel skipulagning á kirkjulegri
þjónustu við þátttakendur á heimsmeistaramótinu í handbolta tókst. En minnt á
nauðsyn þess, að kirkjan sinni slíkri þjónustu í tengslum við íþróttamót sem haldin eru
hér á landi bæði alþjóðleg og innlend. í því sambandi er ekki síst þörf á sálgæslu bæði
fyrir keppendur, þjálfara og dómara. Kirkjuþing beinir því til kirkjuráðs að rita
íþróttahreyfingunni bréf, þar sem boðið verði til samvinnu á þessu sviði og hvatt til
þess, að viðkomandi sóknarprestur sé hafður með í ráðum á stöðum, þar sem halda á
fjölmenn íþróttamót.
Mótun umhverfisstefnu: Kirkjuþing fagnar því, að umhverfísmál skuli komin á
dagskrá þjóðmálanefndar og minnir á nauðsyn þess, að söfnuðir landsins gangi ffam
með góðu fordæmi andspænis þeirri vá sem vistkreppan er. Kirkjuþing beinir því til
þeirra er annast bama- og æskulýðsstarf á vegum kirkjunnar að gera umhverfismál að
eðlilegum þætti þess. Sköpunarverkið er gjöf Guðs sem við mennimir, mynd Guðs,
erum kallaðir til að þakka, virða, vemda og ávaxta og er það liður í þeirri þjónustu við
Guð sem við eigum að veita.
Fjölskylduþjónusta kirkjunnar: Kirkjuþing þakkar vandaða skýrslu
Fjölskylduþjónustunnar og fagnar starfi hennar. Kirkjuþing áréttar fýrri ályktanir sínar
um heilsteypt fjölskyldulíf á gmnni kærleika og réttlætis.
25