Gerðir kirkjuþings - 1995, Blaðsíða 40
BYGGEVGA- OG LISTANEFND ÞJÓÐKIRKJUNNAR
(Þessi drög eru á vinnslustigi)
Verkefni nefndarinnar og vinnuferli.
I. Verksvið nefndarinnar.
Bygginga og listanefnd þjóðkirkjunar er til ráðuneytis og leiðbeiningar um
byggingar og búnað kirkna og safnaðarheimila. Samþykki nefhdarinnar á
teikningum og byggingaráformum er forsenda fyrir lánum úr
kirkjubyggingarsjóði, sbr lög nr. 21/1981 og framlögum úr jöfnunarsjóði sókna,
sbr. lög nr. 91/1987, II. kafla.
Þegar erindi berast til nefhdarinnar varðandi nýbyggingar, breytingar, búnað
og/eða listaverk (i kirkjur, kapellur, safnaðarheimili, sérstök skrúðhús o.sv.
frv.) skal nefhdin leggja mat á eftirfarandi:
1. Framkvæmdaáform með tilliti til þarfa safnaðarins.
2. Sjónarmið,sem snerta helgihald og hefðir.
3. Fagurfræðilegt mat sem tekur til listræns gildis, jafht utan húss sem innan,
og einnig til umhverfislegra þátta, svo sem samspils við núverandi mannvirki,
landshætti o. þ.h.
4. Gefa ábendingar um tæknilega þætti þeirrar tillögu sem fyrir liggur.
5. Sjónarmið, sem snerta húsfriðun, höfúndarrétt o.þ.h.
6. Kostnaðaráætlun ( án þess þó að taka á sig ábyrgð á þeirri áætlun) svo og
fjármögnun.
n. Gögn lögð fyrir nefndina.
Til þess að nefndin geti tekið afstöðu til erindis, þarf skrifleg umsókn ásamt
eftirfarandi gögnum að fylgja.
1. Lýsing ( skilgreining ) á viðfangsefni. Ástæða fyrir framkvæmd.
2. Kostnaðaráætlun og framkvæmdaáætlun.
3. Teikningar ( eftir því sem við á: afstöðumynd, grunnmynd, útlit.) eða önnur
myndræn skilgreining á viðfangsefninu.
4. Ljósmyndir, sem sýna viðfangsefnið og samhengi þess við umhverfi, hvort
sem er innanhúss eða utan.
III. Afgreiðsluferli nefndarinnar.
Nefhdin þarf að fyalla um verkið ( viðfangsefnið) frá upphafi, þ.e. fylejast með
þróun hugmyndarinnar. Það er nefndinni nauðsynlegt til þess að geta á
markvissan hátt fjallað um viðfangsefnið og skilað rökstuddum ábendingum
varðandi fyrirliggjandi hugmyndir, sem geta nýst við þróun verksins.
Viðfangsefni er æskilegt að leggja fyrir nefndina í þremur áfóngum, sbr.
eftirfarandi.:
1. Nýbyggingar, viðbyggingar.
a. Frumáætlun ásamt kostnaðaráætlun.
b. Aðalteikningar (bygginganefndarteikningar) ásamt endurskoðaðri
kostnaðaráætlun.
35