Gerðir kirkjuþings - 1995, Page 44
hópnum að fá að kynnast kirkjunni betur og störfum djákna í
framtíðinni. Ennfremur kom fram óvissa um að viðkomandi væri
„ætlaður“ til þessa starfs í framtíðinni en námið myndi e.t.v. leiða
það í ljós. Nemendur höfðu mismikla reynslu af kirkjulegu starfi. I
hópnum var fólk með mikla reynslu en jafnframt fólk sem lítið
þekkti til. Hvergi skorti þó áhuga á málefninu.
í lok vormisseris fór fram mat á fyrri hlutanum. Almennt fengu
flestir liðir góða einkunn eins og gott, fræðandi, athyglisvert, vel
gert, skipulagt, fáir vita um þetta góða starf, vönduð erindi, góðar
móttökur, gott að vera bent á hættuna á að brenna út. Ekkert atriði
fékk mjög neikvæða umsögn.
Spurt var hvort væntingar í upphafi misseris hefðu staðist og voru
viðbrögð jákvæð við því. Nemendur fengu svör sín við könnuninni
frá í janúar til að bera saman og gátu þannig rifjað upp hverju þeir
höfðu svarað þá.
Sem nokkurs konar niðurstöðu má orða matið þannig: Fyrri hluti
starfsþjálfunarinnar hefur gefið innsýn í störf kirkjunnar og enn
meiri áhuga á að starfa innan hennar, jafnvel sem djákni.
Haustmisseri 1994: Starfsþjálfun í söfnuði
Djáknanefndin hafði samband við þrjú eftirfarandi prófastdæmi til
að kanna hvort djáknanemar gætu fengið að fara í starfsþjálfun þar:
Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra
og Kjalarnessprófastsdæmi. Var beiðninni vel tekið og fengu
nemendur tækifæri til þjálfunar í eftirtöldum prestaköllum:
Hallgrímsprestakalli, Háteigsprestakalli, Arbæjarprestakalli,
Breiðholtsprestakalli og Garðaprestakalli.
Skilyrði þess að nemandi gæti hafið starfsþjálfun í söfnuði var að
hafa lokið fyrri hluta þjálfunarinnar sem að framan hefur verið lýst
og að hafa staðist próf við guðfræðideildina. Jafnframt taldi biskup
mikilvægt að nemandi hefði nokkra vissu fyrir starfi að þjálfun
lokinni.
Sjö nemendur tóku þátt í starfsþjálfun í söfnuði og luku henni.
Leiðbeinendur
Fjórir sóknarprestar voru leiðbeinendur djáknanemanna og hélt
djáknanefndin þrjá fundi með þeim. Sóknarprestar fengu greitt
fyrir leiðbeinendastörf á svipaðan hátt og greitt er fyrir
guðfræðikandidata.
I lok starfsþjálfunarinnar gáfu prestarnir umsögn um nemendur og
voru allir taldir hafa staðist þær kröfur sem gera ber til djákna.
Handleiðsla
Nemendur fóru í handleiðslu til Fjölskylduþjónustu kirkjunnar í
hverri viku eða í átta skipti, tvo tíma í senn. Ingibjörg Pála
39