Gerðir kirkjuþings - 1995, Side 45
Jónsdóttir, félagsráðgjafi, var handleiðari þeirra. Greitt var fyrir
hluta af kostnaði við handleiðsluna af fé djáknanefndar.
Mat
í mati á starfsþjálfuninni í söfnuði kom fram að nemendum þótti
erfitt að stunda svo mikið bóklegt nám (10 einingar), sem raun bar
vitni, um leið og þjálfun í söfnuði fór fram. Hins vegar er
nauðsynlegt að hafa starfsþjálfunina samtímis námi við H.í. þar eð
hún er ekki lánshæf hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og ekki eru
greidd laun á meðan á þjálfun stendur. Einnig bentu nemendur á að
gagnlegt gæti verið að fara milli safnaða en ekki vera í sama söfnuði
allan tímann.
Brautskráning frá Háskóla Islands
Sex djáknanemar brautskráðust frá Háskóla íslands 4. febrúar 1995
og fór brautskráning fram við hátíðlega athöfn í kapellu Háskóla
íslands að viðstöddum Háskólarektor, biskupi og fleiri gestum.
Forseti guðfræðideildar, Jón Sveinbjörnsson, prófessor, afhenti þeim
prófskírteinin. Þeir höfðu allir lokið starfsþjálfun og fengu afhent
vottorð því til staðfestingar. Unnur Halldórsdóttir, formaður
djáknanefndar, afhenti þeim skírteinin en biskup hafði áður
undirritað þau.
Þau sem brautskráðust höfðu öll lokið 30 eininga námi: Bjarni E.
Sigurðsson, Kristín Bögeskov, Brynhildur Osk Sigurðardóttir, Rósa
Kristjánsdóttir, Sigríður Valdimarsdóttir og Valgerður
Valgarðsdóttir.
Eftir athöfnina bauð Félag guðfræðinema upp á veitingar.
Djáknavígsla
Fimm þeirra sem brautskráðust fengu köllun til starfs og voru vígð
í Dómkirkjunni sunnudaginn 12. febrúar. Biskup fól
Djáknanefndinni að gera tillögur að vígslu- og erindisbréfum sem
biskup síðan gekk frá og afhenti nývígðum djáknum.
Vígðar voru: Kristín Bögeskov til Nesprestakalls, Brynhildur Osk
Sigurðardóttir til Víðistaðaprestakalls, Rósa Kristjánsdóttir til
Landspítalans, Sigríður Valdimarsdóttir til Fríkirkjunnar í
Hafnarfirði og Valgerður Valgarðsdóttir til Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri.
Vígsluvottar voru Unnur Halldórsdóttir djákni, sr. Sigurður Helgi
Guðmundsson, sr. Kristján Björnsson, sr. Einar Eyjólfsson, Jón
Sveinbjörnsson prófessor og sr. Birgir Snæbjörnsson. Um leið tók
Bryndís Malla Elídóttir prestsvígslu.
Eftir vígslu buðu biskupshjónin til hádegisverðar í biskupsgarði.
Djáknanefndin tilkynnti um vígsluna til ýmissa aðila í
líknarþjónustu á Norðurlöndunum og bárust þaðan fjölda
40