Gerðir kirkjuþings - 1995, Page 52
Fræðslustefrta kirkjunnar þarf að fæðast af starfi og reynslu safnaðanna.
Söfnuðurinn er grunneining kirkjunnar. Staður safnaðarguðfræðinnar er í
söfnuðinum. Þar á umræðan að eiga sér stað, einnig tilraunastarf og stöðugt
endurmat. Starfsfólk deildarinnar mun í vetur draga lærdóm af reynslu liðinna
ára, afla gagna frá söfnuðum, nágrannalöndunum og vinna markvisst að því að
móta fræðslustefnu kirkjunnar.
Sjónvarpsefni handa börnum
Fræðsludeild vinnur nú að gerð 31 sjónvarpsþáttar fyrir börn. Sjónvarpið hefur
þegar hafið sýningar og verða þættirnir á dagskrá alla sunnudagsmorgna í vetur.
Hver þáttur er um 10 mínútur að lengd. Kvikmyndagerðin Garpur h.f. annast
tökur og vinnslu. Elín Jóhannsdóttir, kennari og séra Guðný Hallgrímsdóttir
unnu að frumgerð þáttanna en Haukur Ingi Jónasson, guðfræðingur, hefur
tekið að sér handritsgerð og umsjón. Þættirnir eru fjármagnaðir af Fræðsludeild
en Sjónvarpið greiðir fyrir sýningarrétt sem nemur um þriðjungi af
heildarkostnaði. Miklar vonir eru bundnar við þetta verkefni og gildi þess fyrir
barnastarf kirkjunnar. Gerð þáttanna kostar langt á fjórðu milljón króna. Það
olli nokkrum vonbrigðum þegar verkefnið var kynnt kirkjuráði s.l. vor, í von
um fjárstuðning, að það hafnaði beiðninni, en óskaði eigi að síður eftir því að
þættirnir yrðu framleiddir.
Fermingarkver og nýjar kennsluleiðbeiningar
Fermingarkverið, Samferða, hefur nú verið aukið og endurprentað. Viðbrögð
presta við kverinu voru könnuð símleiðis. Margir prestar fögnuðu nýju kveri
og töldu að fermingarstörfin hefðu aldrei gengið betur hjá þeim. Hjá öðrum
kom fram nokkur gagnrýni á kverið. Tekið hefur verið tillit til óska presta um
breytingar. f haust komu út nýjar kennsluleiðbeiningar og verkefni sem dr.
Gunnar Finnbogason, uppeldisfræðingur og Halla Jónsdóttir, deildarstjóri
sömdu.
Námskeið fyrir starfsfólk í barnastarfi
Betra barnastarf er yfirskrift námskeiðs sem haldið verður á haustmisseri í
samvinnu Fræðsludeildar og Endurmenntunardeildar Kennaraháskóla íslands.
Eitt af brýnni verkefnum kirkjunnar og einstakra sókna er þjálfun leiðtoga og
starfsmanna á ýmsum sviðum safnaðarstarfs.
Ýmis námskeið
Fræðsludeild skipuleggur námskeið í samvinnu við prófastsdæmi og/eða
einstakar sóknir og tekur þátt í kostnaði. Haldin hafa verið námskeið um sorg
og sorgarviðbrögð, um trúauppeldi og trúarþroska barna og námskeið fyrir
meðhjálpara. Einstök námskeið á vegum Leikmannaskólans eru haldin á
landsbyggðinni og sér deildin um skipulag þeirra í samvinnu við heimafólk á
hverjum stað.
Námstefna um alnæmi og andlegan stuðning
Námstefnan verður haldin 17. nóvember n.k. í samvinnu við
Alnæmissamtökin og Rauðakross íslands. Á ráðstefnunni talar prestur frá
Svíþjóð, Lars-Olov Juhlin, sem hefur mikla reynslu af störfum meðal HIV
47