Gerðir kirkjuþings - 1995, Side 71
Til Biskups íslands
Herra Ólafs Skúlasonar
Biskupsstofu, Laugavegi 31
150 Reykjavík
Álitsgerð
nefndar sem skipuð var af Biskupi íslands 12. júlí 1995
til að skilgreina stöðu og starfssvið organista.
1.
Með bréfi 12. júlí 1995 skipaði Biskup íslandsnefnd til að skilgreina stöðu
og starfssvið organista. í nefndinni sitja sr. Kristján Valur Ingólfsson, rektor
Skálholtsskóla, sem er formaður, Hjalti Zóphoníasson, skrifstofustjóri Dóms- og
Kirkjumálaráðuneytisins, Hörður Áskelsson, organisti, sr. Jón Þorsteinsson,
sókarprestur, Kjartan Sigurjónsson, organisti og formaður Organistafélagsins.
Samkvæmt bréfi biskups er hlutverk nefndarinnar sem hér segir:
„ ... skal nefndin skoða stöðu organista og starfssvið þeirra í Þjóðkirkjunni.
Nefndin geri að lokinni þeirri könnun tillögur til biskups um það, hvemig best
skuli að þessum málum staðið í framtíðinni. Komi þar fram eðlilegar kröfur til
organista um menntun og reynslu, framlag þeirra utan venjulegrar þjónustu við
messur og þjálfun kirkjukórs, þegar um fullt starf er að ræða samkvæmt samningi
við viðkomandi söfnuð, og annað það, sem að gagni getur komið, þegar þessi
þýðingarmikla þjónusta er metin. Einnig skuli réttindi organista gaumgæfð og
staða þeirra í Þjóðkirkjunni. Þá skal tekið tillit til þess í tillögum nefndarinnar,
að mjög mikill mismunur erá þeirri þjónustu, sem söfnuðir vænta frá organista
sínum og kemur þar fjöldi sóknarbama og aðrar ytri aðstæður við sögu.”
2.
Nefndin kom saman til fundar 1. september; fór yfir verksvið sitt samkvæmt
skipunarbréfi, kannaði gögn í málinu og skipti með sér verkefnum sem hún
síðan fjallaði um á fundi 28. september.
Nefndin er sammála um að brýnast sé, að svo stöddu, að leita eftir því að
starfsheiti organista, sem kirkjulegs starfsmanns, verði lögvarið.
Þessu til rökstuðnings lögðu organistamir í nefndinni fram skriflega ályktun sem
rædd var og em meginatriði hennar sem hér segir:
Á síðustu tíu til fimmtán ámm hefur starf og starfsumhverfi organista breyst
mjög. Ástæður þess em bæði sú þróun sem átt hefur sér stað til uppbyggingar
safnaðanna og auknar tekjur safnaðanna, en þær hafa gert mörgum stærri
söfnuðunum kleift að ráða organista í fullt starf.
66
Nefnd um málefni organista 1995 -
Álitsgerö til biskups - 1