Gerðir kirkjuþings - 1995, Page 73
Þar sem nú stendur yfir endurskoðun lagaum kirkjuna, telur nefndin að
eðlilegasta leiðin til þess að koma þessu til leiðar sé að setja sérstaka grein um
organista inn í „Frumvarp til laga um stöðu, stjóm og starfshætti íslensku
þjóðkirkjunnar”, sjá 3. mál Kirkjuþings 1994.
Þar segir um Starfsmenn kirkjusókna í 62. gr.:
Um starfsmenn sókna skal setja nánari ákvæði í starfsreglur sbr. 63. gr.
Nefndin áKtur að á undan grein 62. geti komið svohljóðandi grein:
I hverri kirkjusókn starfar organisti. Rétt til að kallast organisti, hefur hver sá
sem uppfyllir tilskildar kröfur um menntun samkvœmt áfangakerfi námskrár
Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Um störf organista fer eftir ákvæðum í starfsreglum
sbr. xx .gr.
Skýring:
Hér er gengið út frá því að starfsheitið organisti sé notað um þann sem hefur
að frumskyldu sinni, sem starfsmaður kirkjunnar, að leiða söng safnaðarins
þegar hann kemur saman til guðsþjónustu.
Enda þótt í tillögunnni sé kveðið á um að organisti skuli starfa í hverri
kirkjusókn, er augljóst að í mörgum tilfellum, einkum á landsbyggðinni þjónar
einn og sami organistinn fleiri en einni kirkjusókn. Meginatriði þessa máls er
það að þegar velja skal starfsmann til að leiða söng safnaðarins, þá gangi þeir
fyrir sem hafa kirkjuleg réttindi til þeirra starfa, þ.e. hafa tilskilda mennmn
samkvæmt áfangakerfi námskrár Tónskóla Þjóðkirkjunnar.
Þetta þýðir í reynd, að hafi orgelleikari sem ekki uppfyllir þessi skilyrði áhuga
fyrir að fá fasta stöðu sem kirkjuorganisti, þá sé honum gert að ljúka því
viðbótamámi sem um ræðir hveiju sinni. Sjálfsagt og eðlilegt er að gera þar
greinarmun á þeim sem er að koma nýr til starfa, og þeim sem hefur
starfsreynslu. Organisti sem þjónað hefur kirkju sinni af trúmennsku jafnvel um
langa hrfð, á að fá reynslu sína í kirkjustarfi mema sem verulegan hluta náms til
lokaáfanga. Námskeið, haldin á ýmsum stöðum á landinu, eiga síðan að geta
fyllt upp það sem á vantar. Nefnd á vegum kirkjunnar gæti annast mat á því
hvers krafist væri hverju sinni.
4. Til frekari rökstuðnings.
a) Organisti (kantor) hefur með höndum kirkjulegt embætti. Hann sinnir
ákveðnum skyldum í söfnuðinum, vegna þarfa safnaðarins. Staða organista,
réttindi hans og skyldur em óháð því hversu stór söfnuðurinn er, eða hversu
stórt starfshlutfall hans er gagnvart söfnuðinum sem vinnuveitanda.
b) Aðstæður kirkjunnar á íslandi kalla eftir svari við þessari spumingu: Er
organistinn einstaklingur sem selur kirkjunni þjónustu sína, sem byggð er á
hæfileikum hans og menntun, en hefur ekki önnur afskipti af starfi hennar,
eða er organistinn/ kantorinn, embættismaður kirkjunnar, og lýtur forysm
hennar?
68
Nefnd um málefni organista 1995 -
Álitsgerö til biskups - 3