Gerðir kirkjuþings - 1995, Page 74
c) Kirkjan þarf að gera auknar kröfur um menntun og getu organista.
Kirkjan þarf að veita organistum og kantorum tœkifœri til menntunar til
þess að þeir geti brugðist við auknum kröfum.
d) Grunneining í starfi kirkjuorganista er að vera forsöngvari; þ.e. sá sem leiðir
hina sungnu lofgjörð safnaðarins. Hann er kantor. Hugtakið kantor er ókunnugt
flestum og því erfitt að nota þaðtil skilgreiningar. Nefndin telurþví, eins og
fyrr er greint, að organistar sem eru í föstu starfi hjá kirkju, hafi starfsheitið
organisti. Aðrir þeir sem leika á orgel, en hafa ekki með höndum fast starf í
kirkjunni, skulu kallast orgelleikarar.
e) Kirkjuorganisti er starfsmaður kirkjunnar og hefur embætti á hendi innan
hennar. Kirkjan gerir til hans kröfur um menntun og hæfileika og gerir honum
kleift að stunda það nám sem hún krefst að hann hafi.
Baksvið I.
Organistar hafa verið að störfum í kirkjunni á íslandi í hálfa aðra öld. Á undan
þeim störfuðu forsöngvarar og þar á undan scola cantorum í rómverskum sið.
(Reyndar einnig um hríð eftir siðbót, einkum á biskupsstólunum). Vert er að
minnaá að djáknar fyrritíðar voru reyndar einnig forsöngvarar.
Tekið hefur verið á málefnum organistanna á allra síðustu árum, í sambandi við
starfskjör organista í Reykjavíkur- og Kjalamesprófastdæmum og hafa starfað
nefndir um þau mál.
Um heildarskipulag þessara mála var síðan einkum fjallað í tveimur nefndum:
Á Leiðarþingi Kjalarnesprófastdæmis 1992 var skipuð nefnd prófastdæmisins til
að að vinna að skilgreiningu á stöðu og starfssviði organista. í nefndinni sátu:
sr. Bjami Þór Bjamason af hálfu presta, Helgi Bragason af hálfu organista og
Oddbergur Eiríksson af hálfu leikmanna. Þessi nefnd skilaði ýtarlegri álitsgerð
1993.
Sumarið 1994 skipaði biskup nefnd til að vinna að sama máli undir forystu sr.
Braga Friðrikssonar, prófasts Kjalamesprófastdæmis. Aðrir nefndarmenn vom
Kjartan Siguijónsson, Marteinn H.Friðriksson, Steingrímur Ingvarsson og Jóhann
Bjömsson. Þessi nefnd skilaði áliti til Kirkjuþings 1994, sem byggir á
niðurstöðu nefndar Kjalamesprófastdæmis frá 1993 ( Sjá 16. mál 1994).
Kirkjuþing afgreiddi málið með eftirfarandi samþykkt: „ Kirkjuþing felur
Kirkjuráði að búa framlagðar reglur um skipulag tónlistarmála íslensku
Þjóðkirkjunnar í hendur Kirkjuþings 1995”.
Að ósk stjómar Organistafélagsins fylgdi Prestastefnan 1995 þessu máli eftir með
eftirfarandi samþykkt:.
„Prestastefna samþykkir að fara þess á leit við biskup, að hann skipi nefnd til að
skilgreina stöðu og starfssvið organista”.
Hinn 12. júlí 1995 skipaði biskup síðan þá nefnd semstendur að baki þessari
álitsgerð og nefnd erhér í upphafi.
69
Nefnd um málefni organista 1995-
Álitsgerð til biskups - 4