Gerðir kirkjuþings - 1995, Page 79
Mannabreytingar.
Öm Bárður Jónsson, verkefnisstjóri safnaðaruppbyggingar, var settur
fræðslustjóri kirkjunnar frá 1. september 1994 og síðan skipaður tæplega ári
síðar. Undirritaður var ráðinn verkefnisstjóri frá 1. spetember 1995.
Safnaðaruppbyggingarnefnd.
Frá síðasta kirkjuþingi hafa einnig orðið mannabreytingar í nefnd þeirri, sem
er verkefnisstjóra til ráðgjafar. Haukur Bjömsson, Halldóra Þon'arðardóttir,
Pétur Pétursson og Sigríður Halldórsdóttir luku störfum síðla árs 1994. Síðasti
fundur þeirrar nefndar var haldinn 28. nóvember. Karl Sigurbjömsson var
formaður fráfarandi nefndar og er svo áfram í hinni nýju nefnd, sem hélt sinn
fyrsta fund 23. janúar 1995. Nú sitja í nefndinni, auk formanns, Eggert
Hauksson, Hreggviður Hreggviðsson, Valgerður Valgarðsdóttir og Vigfús
Ingvar Ingvarsson. Þá situr fræðslustjóri alla nefndarfundi.
Námskeið.
Veturinn 1994-95 voru haldin námskeið í safnaðaruppbyggingu með
starfshópum í þremur söfnuðum, Grafan-'Ogs- Larigholts- og Húsavíkur-
söfnuðum. Á hverju námskeiði, sem er fjórar samverur, var fjallað um
eftirfarandi: 1. Grundvöllur og markmið safnaðaruppb>’ggingar. 2. K>mntar
niðurstöður könnunarinnar Trúarlíf íslendinga. 3. Starfsaðstæður safnaða og
íbúaskipting sóknarinnar skoðaðar, þ.e. sóknargreining. 4. Framtíðaráfomi
safnaðar, markmið og leiðir.
Verkefni í nánustu framtíð.
1. Verið er að undirbúa samstarfsverkefni Húnavatns- og Kjalarnes-
prófastsdæma í safnaðaruppbyggingu. Hafa prófastarnir forgöngu um skipulag
og mun verkefnisstjóri þjóna þessu spennandi átaki eftir föngum.
2. Söfnuðir, sem verkefnisstjóri hefur verið í tengslum við, njóta sem fyrr
fyrirgreiðslu og heimsókna. Þá mun \-erða reynt að sækja þá presta og söfnuði
heim, sem þess óska sem og veita þeim fyrirgreiðslu.
3. Mannaskipti hafa orðið í stöðu verkefnisstjóra og áratugur
safnaðaruppbyggingar er nú hálfnaður. Þetta tvennt hvetur til mats á starfi og
starfsháttum safnaðaruppb>'ggingar. Ekki hefur verið ákveðið með hvaða móti
mat og endurskoðun munu fara fram, en verður væntanlega ákveðið á næstu
vikum.
Rit um safnaðaruppbyggingu.
Öm Bárður Jónsson lauk í júní s.l. Doctor of Ministry prófi í
safnaðaruppbyggingu frá Fuller Theological Seminary í Bandaríkjunum.
Ritgerð hans fjallar um íslenskar safnaðaraðsstæður og uppbyggingu og
nefnist Discipling a Nation: Parish Renewal Within the Evangeiical Lutheran
Church oflceland.
Sigurður Ámi Þórðarson,
verkefnisstjóri safnaðamppbyggingar.
74
Biskupsstofu Suðurgötu 22 150 Reykjavík - Sími 91-621 S00 - Fax 91 -13284 og 624639