Gerðir kirkjuþings - 1995, Blaðsíða 80
1
Skálholtsskóli
Skýrsla til Kirkjuþmgs 1995
Inngangur.
Þegar gera skal skýrslu um Skálholtsskóla til Kirkjuþings fyrir tímabilið miUi
þinga, verður hún einungis með einum hætti upphafm; með því að minnast sr.
Jóns Einarssonar, prófasts í Saurbæ. Sem kirkjuþings- og kirkjuráðsmaður kom
hann bæði beint og óbeint að uppbyggingu skólans eins og hann er nú, síðan
hin nýju lög um hann voru sett 1993, og átti auk þess mikinn hlut í samningu
laganna og greinargerðarinnar sem þeim fylgdi.
Skálholtsskóli og starfsfólk hans stendur í mikilli þakkarskuld við sr. Jón
Einarsson og minnist hans í virðingu og þökk.
Stjórn og starfsfólk
Frá síðasta Kirkjuþingi hefur orðið sú breyting í skólaráði Skálholtsskóla, að sr.
Baldur Kristjánsson, hefur tekið sæti sr. Þorbjamar Hlyns Ámasonar. Hafa nú
þrír nefndarmanna horfið af vettvangi á hálfu tímabili skipunartíma síns. Sr.
Þorbjöm Hlynur átti einnig sæti í skólaráði skólans fyrir lagabreytinguna og á
því að baki langan feril í stjóm skólans. Þegar unnið var að samningu hinna
nýju laga og við framkvæmd allra þeirra breytinga sem nauðsynlegar vom
vegna þeirra , mæddi mest á honum. Á þessum vettvangi skulu honum þökkuð
störfm og stuðningurinn.
Nokkrar breytingar hafa orðið meðal starfsfólks. Tekið var upp vaktakerfi í
eldhúsi yfír sumarmánuðina og fjölgað lausráðnu starfsfólki þann tíma, eins og
greint er frá síðar. í eldhúsi vom tvær fastráðnar konur og ein í 75% starfi. Þar
sem reksturinn yfir háveturinn reynist okkur þungur í skauti höfum við orðið
að grípa til þess ráðs að fækka fastráðnum. Katrín Þórarinsdóttir hættir störfum
1. desember nk. Hér skulu henni færðar þakkir fyrir velunnin störf.
Ólöf Fríða Gísladóttir, sem var lausráðin í eldhúsi hefur hætt störfum að mestu,
en þó megum við eiga hana að þegar á liggur. Maður hennar, Sverrir
Guðmundsson, sem annaðist ýmis tilfallandi viðhaldsstörf innahúss, hefur hætt
störfum. í stað hans hefur Baldvin Ámason tekið að sér að fylgjast með og
annast nauðsynlegt viðhald.
Starfsemin.
Skálholtsskóli er nú á þriðja starfsári sínu eftir að ný lög um hann voru
samþykkt frá Alþingi. (Lög nr. 22. 1993) . Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða
skulu lögin endurskoðuð innan fjögurra ára.
Samningurinn um stuðning ríkissjóðs við rekstur skólans var til þriggja ára. Gert
var ráð fyrir endurskoðun hans fyrir gerð íjárlaga 1996, og hefur sú
endurskoðun farið fram. í nefnd sem sett var til þess sátu Ámi Hauksson frá
Dóms- og Kirkjumálaráðuneytinu, en hann var formaður, Ásdís Sigurþórsdóttir,
frá Fjármáiaráðuneytinu og sr. Þobjöm Hlynur Ámason, biskupsritari.
Skálholtsskóli kt.511272
Simi 98-68870, Bréfsími 98 - 68994. Viöskiptabanki L1151-26-2145
75