Gerðir kirkjuþings - 1995, Page 86
undirritaður.
21. mars var Hjaliakirkja í Reykjavík heimsótt, hlustað á æíingu kórs og
organista.
27.mars var 5 daga ferð þar sem heimsóttir voru: Kirkjukórar Akureyrar,
Þórshafnar, Raufarhafnar, Garðskirkju, Skinnastaðar- og Snartastaðakirkju og
haldnar æfingar með kórunum sem hyggja á orgelkaup.
Kóramót í Skúlagarði til minngar um Björgu Björnsdóttur í Lóni .
22. apríl: Farið með presti, sóknarnefnd og organista Seltjarnarneskirkju og
skoðað íslenskt orgel í Víkurkirkju, áður en tilboða var leitað. Orgelið smíðaði Ketill
Sigurjónsson.
2.maí Staðastaðarkirkja á Snæfellsnesi heimsótt og haldnar æfingar í tvo
daga vegna 50 ára afmælis kirkjunnar.
Síðan var organistanámskeið að Hólum í Hjaltadal 20. júní - 25. júní sem
var fjölsótt. Aðalnámsgrein var kórstjórn, aðalkennari var Hörður Áskelsson.
Námskeiðið sem stóð í 5 daga sóttu bæði organistar, kórstjórar og kórfélagar og
endað var með messu þar sem um 200 manna kór söng.
Ferð til Þorlákshafnar vegna nýs orgels í Þorlákskirkju og einnig æfing með
kórnum.
Fundur á Eyrarbakka vegna orgels sem Björgvin Tómasson smíðar.
“ Master Klass “ með orgelnemendum á Selfossi.
Hlustað á æfingar í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, Seljakirkju v. kóramóts.
Heimsótti kór Skálholtskirkju og hlustaði á æfingu vegna Skálholtshátíðar og
var viðstaddur Skálholtshátíð.
Tók þátt í organista- og kóranámskeiði í Kirkjumiðstöð Austurlands, síðan
voru tónleikar 8.- 10. september. Unnið var að veraldlegum verkefnum eftir gríska
tónskáldið Theodorakis. Með mér í för var Ingveldur Hjaltested.
Var með helgisiðanefnd í Skálholti á fund vegna nýrrar útgáfu
Hátíðasöngvanna.
Hlustaði á tónleika fjögurra barnakóra í Ráðhúsinu laugardaginn 14.október
og sat svo fund með fulltrúum hinna Norðurlandanna vegna væntanlegs samstarfs
barnakóra.
Orgelkynningar
Ég hélt tvær orgelkynningar, sú fyrri fyrir Tónlistarskólann í Keflavfk en sú
síðari fyrir Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar fyrir nemendur skólanna en hvor
um sig tók nokkra daga .
Orgelkaup
Nú stendur yfir smíði nýs orgels í Eyrarbakkakirkju sem væntanlega verður
tilbúið í desember. Orgeliðer11 radda og er smíðað af Björgvini Tómassyni
orgelsmið í Mosfellssveit.
Einnig er í undirbúningi smíði orgels fyrir Þorlákskirkju í Þorlákshöfn og verður það
16 radda, einnig smíðað af Björgvini Tómassyni.
Þá er fyrirhuguð smíði orgels í Langholtskirkju og hef ég komið þar aðeins við
sögu.
Ennfremur stendur fyrir dyrum að semja um smíði á orgeli í Neskirkju, en bæði
81