Gerðir kirkjuþings - 1995, Page 88
einraddað, en sú útgáía sem ég hafði í huga var einkum ætluð organistum, prestum
og kórfólki, þannig að um val væri að ræða hvort lagið væri sungið einraddað eða
í röddum. Ég tek fram að talsvert af lögum, allt að 150, verða í lækkaðri tónhæð en
þau eru í of hárri tónhæð fyrir safnaðarsöng, þannig myndi sú bók nýtast bæði
organista og kór, hvort sem um einraddaðan eða fjölraddaðan söng væri að ræða.
Einraddaða bókin væri að sjálfsögðu sú eina rétta fyrir söfnuðinn. Um þessi atriði
eru nokkuð skiptar skoðanir og þarf að ráða fram úr þeim málum í nefnd.
í Tónskólanum voru haldnir svonefndir múskifundir með jöfnu millibili yfir allan
veturinn og skólanum lauk síðan með þrennum nemendatónleikum og voru þeir
síðustu í Hallgrímskirkju og þar voru jafnframt skólaslit.
Raddþjálfun kirkjukóra
Ingveldur Hjaltested er í fullu starfi sem raddþjálfari og á tímabilinu fór hún í 26
ferðir út um landið og dvaldi tvo til þrjá daga í hverri ferð. Þetta er mjög
mikilsverður þáttur í starfinu og væri óskandi að fengist að ráða fleiri í það starf.
Barnakórar við kirkjur
Margrét Bóasdóttir söngkona hefur umsjón með starfi barnakóra við kirkjur, það
starf var kostað sérstaklega af Kristnisjóði en nú hefur það færst inn í rekstur
embættis Söngmálastjóra. Haldið var prýöilegt námskeið fyrir barnakórstjóra í
ágúst s.l. sem um 30 kórstjórar sóttu víðsvegar að af landinu. Margrét Bóasdóttir sá
um undirbúning og stjórn námskeiðsins sem þótti mjög vel heppnað og í alla staði
til fyrirmyndar.
Kirkjumálasjóður og fleira.
Árið 1993 var stofnaður Kirkjumálasjóður sem hafði það hlutverk að kosta
ýmis verkefni Biskupsembættisins. Kostnaður við embætti Söngmálastjóra og
sömuleiðis Tónskóla þjóðkirkjunnar er greiddur úr þessum sjóði. Við þessa
breytingu hefur talsvert þrengst um fjárhag stofnunarinnar og hefur orðið að draga
úr ýmsu, t.d. þeirri fjölbreytni sem að hefur verið á námskeiðum okkar svo sem
þeim einkatímum sem þar hefur verið boðið upp á, en ég vænti þess að það verði
aðeins um stundarsakir.
Tónskóli þjóðkirkjunnar sér um að mennta þá kirkjutónlistarmenn, organista
og söngstjóra sem starfa síðan með tryggustu kirkjugestum landsins en það er
það fórnfúsa fólk sem syngur í kirkjukórunum. Er því mikilsvert að vel sé hlúð að
kennslu þeirra sem taka þetta vandasama starf að sér. Alls munu vera í kórum
landsins yfir fjögur þúsund meðlimir.
Þeir kennarar sem kenna við Tónskóla þjóðkirkjunnar eru allir starfandi
organleikarar að einum undanskildum og þekkja þetta starf því vel. Ýmsum hefur
fundist að ekki sé nægjanlegt gagn af Tónskólanum þar sem að organista vanti á
nokkrum stöðum út á landi. Á hinn bóginn er það þannig, að þegar auglýstar eru
stöður hér í Reykjavík eru allt að því þrír, fimm og upp í sjö sem sækja um þau störf,
en þetta fólk vill ekki fara út á land. Þessi dæmi þekkjast úr öðrum störfum.
83