Gerðir kirkjuþings - 1995, Side 147
1995
26. KIRKJUÞING
2. mál
B) Löngumýrarskóli, ársreikningur 1994.
Reikningurinn er gerður af KOM Bókhaldsþjónusta, staðfestur og áritaður af stjóm,
endurskoðendum og forstöðumanni. Rekstur er nánast eins og árið á undan og stendur
í jámum en sýnir nú rekstrarafgang. Er þama augljóslega vel að rekstri staðið og
aðhaldssemi gætt í hvívetna.
C) Kirkjuhúsið-Skálholtsútgáfan, ársreikningur 1994.
Reikningurinn er gerður af Löggiltir Endurskoðendur hf. Staðfestur og áritaður af
stjóm, endurskoðenda og rekstrarstjóra. Hagnaður af reglulegri starfsemi Kirkjuhússins
árið 1994 varð kr. 2,5 milljónir króna á móti 835 þúsundum króna árið 1993. Eigið
fé í árslok er 18 milljónir króna. Eiginíjárhlutfall er í árslok 75,2% en sama hlutfall var í
ársbyijun 78,1%. Kirkjuhúsið er sjálfseignarstofnun og greiðir því hvorki tekju- né
eignarskatt. A árinu störfuðu hjá Kirkjuhúsinu að meðaltali 3 starfsmenn.
D) Fjölskylduþjónusta kirkjunnar, ársreikningur 1994.
Reikningurinn er gerður af ríkisféhirði. Aritaður af bókara og forstöðumanni. Gjöld
umffam tekur námu 683 þúsundum króna. Reikningnum fylgdi góð sundurliðun og
skýringar á reikningsuppgjöri.
E) Kirkjumálasjóður, ársreikningur 1994.
Reikningurinn er gerður af ríkisendurskoðun. Áritaður af stjóm og endurskoðendum.
Tap á rekstri sjóðsins nam 140 þúsundum króna. Rekstrartekjur vom 90 milljónir
króna, þar af hluti af tekjuskatti 87,3 milljónir króna. Rekstrargjöld námu 90,5
milljónum króna, þar af var lögbundið ffamlag í prestsetrasjóð 52 milljónir króna.
Nefndin vekur athygli á að tekjur sjóðsins ffá ríkissjóði em ekki teknar af
sóknargjöldum eins og skilja má af formála fyrir áritun stjómar. Nefndin telur að tekjur
sjóðsins séu vanáætlaðar miðað við þau verkefni sem honum ber að standa undir.
F) Skálholtsstaður, ársreikningur 1994.
Reikningurinn er gerður af B.J. Endurskoðunarskrifstofa hf. Áritaður af kirkjuráði og
endurskoðanda. Niðurstaða rekstrarreiknings sýnir rekstrarafgang að upphæð 9,4
milljónir króna. Heildar skuldir samkvæmt efnahagsreikningi nema um 20 milljónum
króna. Eigið fé nemur 156 milljónum króna. Nefndin bendir á að skv. lögum nr. 32
1963 skuli reikn. Skálholtsstaðar endurskoðaðir af ríkisendurskoðun og birtast í
stjómartíðindum. Nefndin telur að áætlanir varðandi rekstur og ffamkvæmdir séu ekki
nægilega nákvæmar og nauðsyn beri til að gætt sé ýtmstu hagkvæmni í hvívetna.
G) Prestssetrasjóður, ársreikningur 1994.
Reikningurinn er gerður af ríkisendurskoðun. Áritaður af stjóm og ríkisendurskoðun. Á
árinu 1994 námu tekjur prestssetrasjóðs umffam gjöld 4 milljónum króna. Tekjur námu
57,5 milljónum króna. Þar af nam ffamlag úr kirkjumálasjóði 52 milljónum króna.
Gjöld á árinu námu 43,1 milljón króna. Á árinu var keypt fasteign fyrir 9,5 milljónir
króna.
Umsögn um reikningana:
Allir reikningar, sem lagðir vom ffam em óaðfinnanlegir og greinilegir. Fjárhagsnefnd
fagnar því sérstaklega hvað allri reikningsfærslu hefur farið ffam og er komin í gott lag.
142