Gerðir kirkjuþings - 1995, Page 152
1995
26. KIRKJUÞING
3. mál
Um staðgengil biskups íslands
13. gr.
í forföllum biskups íslands kveður hann þann vígslubiskup, er hann kýs, til þess að
gegna embætti sínu um stundar sakir. Hið sama gildir sé biskup íslands vanhæfur til
meðferðar einstaks máls, sem undir hann ber að lögum, sbr. þó 12. gr. laga þessara.
Nú fellur biskup íslands frá eða lætur af embætti og skal þá sá vígslubiskup, sem
eldri er að biskupsvígslu, gegna embætti hans þar til biskupskjör hefur farið fram og nýr
biskup Islands hefur fengið skipun í embætti sitt.
3. Vígslubiskupar
a. Almennt
14. gr.
Vígslubiskupar skulu vera tveir með aðsetri á hinum fomu biskupsstólum, í
Skálholti í Biskupstungum og á Hólum í Hjaltadal. Þeir skulu hafa tilsjón með
kristnihaldi í umdæmum sínum og vera biskupi til aðstoðar um kirkjuleg málefni og
annast þau biskupsverk er biskup Islands felur þeim.
Forseti Islands skipar vigslubiskupa.
b. Kosning vígslubiskupa
15. gr.
Um kosningu og kjörgengi vígslubiskupa gilda sömu reglur og um biskupskjör eftir
því sem við getur átt, sbr. 7. og 8. gr. Kirkjuþing setur nánari reglur um kosningu
vígslubiskups í hvoru vígslubiskupsumdæmi fyrir sig.
c. Vígslubiskupsumdæmi o.fl.
16. gr.
Umdæmi vígslubiskups í Skálholti nær yfir Múla-, Austíjarða-, Skaftafells-,
Rangárvalla-, Amess-, Kjalamess-, Reykjavíkur-, Borgarfjarðar-, Snæfellsness og Dala-,
Barðastrandar- og ísafjarðarprófastsdæmi,
Umdæmi vígslubiskups á Hólum nær yfir Húnavatns-, Skagafjarðar-, Eyjafjarðar-
og Þingeyjarprófastsdæmi.
d. Samráðsfundur
17. gr.
Biskup íslands kallar vígslubiskupana til samráðsfundar svo oft sem þurfa
þykir. Samráðsfundur biskups íslands og vígslubiskupa skal m.a. búa þau mál, er
147