Gerðir kirkjuþings - 1995, Page 170
1995
26. KIRKJUÞING
3. mál
58. gr. M.t.t. reglna um kirkjur og kirkjubyggingar 16. gr. er lagt til að 1. mgr. orðist
svo:
Sóknamefiid er ásamt sóknarpresti í fyrirsvari fyrir sóknina gagnvart stjómvöldum og
einstökum mönnum og stofnunum. Hún hefur umsjón með kirkju safnaðarins og
safnaðarheimili. Sóknarprestur ræður í samráði við sóknarnefnd með hverjum
hætti sóknarkirkja og safnaðarheimili verði notað, enda ber hann ábyrgð á því sem
þar fer ffam.
60. gr. fella út orðin „úr sínum hópi.” greinin orðist svo: Sóknamefhd kýs
safnaðarfulltrúa og varamann hans til Qögurra ára í senn.
Helgi flutti breytingartillögu við 50. grein frumvarpsins:
„Þjóðkirkjan ræður skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma. Um ríkissjóð skulu fara laun
132 prestsembætta hið fæsta og að auki skal ríkissjóður kosta að lágmarki embætti 6
sérþjónustupresta.” Helgi nefndi og, að 3. mgr. 50 greinar þyrfti að endurskoða m.t.t þessa
og setja fyrirvara um fjölgun presta m.t.t. fjölgun íbúa í framtíðinni.
Sr. Geir Waage mælti fyrir breytingatillögum frá Synodalnefiid um vörslu kirkjueigna svo
og samþykkt Prestastefiiu 1995 um kirkjulegar sjálfseignarstofnanir, vörslu þeirra og
varðveislu. Ennfremur greindi hann frá fundum presta víðs vegar um landið.
Synodalnefnd um vörslu kirkjueigna hefur komið saman til að fjalla um ffv. um
stöðu, stjóm og starfshætti þjóðkirkjunnar. Nefndin hefur skoðað þær ábendingar og
athugasemdir, sem henni vom tiltækar af þeim, sem fram komu á Synodus við frv. og
hefur falið síra Geir Waage að lýsa eftirfarandi athugasemdum og flytja
breytingatillögur við það á Kirkjuþingi.
Tillögur til breytinga á frumvarpi til laga um stöðu, stjórn og starfshætti
íslenzku þjóðkirkjunnar og athugasemdir við frumvarpið til Kirkjuþings
1995.
1. Athugasemd:
Gagnrýnd hefur verið sú breyting, sem Kirkjuþing 1994 gerði á
ffumvarpsdrögunum í § 1 þar , sem „eða” kom í stað „og” í síðustu málsgrein
greinarinnar. Með þessari breytingu er opnað fyrir því, að óskírðir menn tilheyri
þjóðkirkjunni. A skím og skráning að veita fullan þegmjett í kirkjunni, eða er annars
vegar skím eða hins vegar skráning nægjanlegt til þess, að gerast þjóðkirkjuþegn? í
ljósi umræðna á Synodus og skriflegra athugasemda presta á Austfjörðum telur
Synodalnefnd, að Kirkjuþingið verði að taka á ný afstöðu til þessa atriðis.
2. Tillaga:
Sú breyting verði á § 10 að í stað orðsins: „ yfirumsjón” með kristnihaldi,
komi orðið „tilsjón.” Þetta er til samræmis við gamla venju í lagahefð kirkjunnar.
165