Gerðir kirkjuþings - 1995, Page 184
1995
26. KIRKJUÞING
3. mál
b. Skipan kirkjuþings
19. gr.
Á kirkjuþingi eiga sæti 20 kjörnir fulltrúar. Eru 18 kjörnir í 8 kjördæmum. Þá
kjósa kennarar guðfræðideildar Háskóla íslands, er hafa guðfræðimenntun, einn
kennara úr sínum hópi og prestar í annarri prestsþjónustu en
sóknarprestsþjónustu kjósa einn úr sínum hópi.
Auk þess sitja á kirkjuþingi kirkjumálaráðherra eða fulltrúi hans, biskup
Islands, vígslubiskupar báðir og kirkjuráðsmenn, séu þeir ekki kjörnir
kirkjuþingsmenn og hafa þeir allir málfrelsi og tillögurétt, en atkvæðisrétt hafa
þeir ekki.
Biskup íslands er forseti kirkjuþings.
Eigi veldur það vanhæfi biskups Islands þótt hann hafi fjallað um mál í
kirkjuráði. Kjördæmi til kirkjuþingskosninga eru skv. ákvæðum 3. gr. laga nr.
48 /1982. I hverju kirkjuþingskjördæmi skulu kosnir tveir kirkjuþingsmenn,
prestur og leikmaður, þó svo að kjósa skal tvo presta og tvo Ieikmenn úr 1.
kjördæmi.
Kirkjuþing setur nánari ákvæði um kjör til kirkjuþings í starfsreglur, sbr. 62. gr.
laga þessara.
c. Kirkjuleg stjórnvöld.
20. gr.
Stjómvöld þjóðkirkjunnar og sto&ana hennar fara með stjómsýslu í öllum efiium,
hvert á sínu sviði þ.m.t. ráðning og lausn starfsmanna, og bera ábyrgð gagnvart kirkjuþingi.
Kirkjuþing skal sjá til þess að reikningshald kirkjulegra aðilja hljóti fullnægjandi
endurskoðun.
Kirkjuþing getur haft frumkvæði að frumvörpum til laga um kirkjuleg
málefni og beint þeim tilmælum til kirkjumálaráðherra, að þau verði flutt á
Alþingi.
Kirkjumálaráðherra leitar umsagnar og tillagna kirkjuþings um lagafrumvörp um
kirkjuleg málefhi, er hann hyggst flytja á Alþingi.
5. Kirkjuráð
a. Almennt
21. gr.
Kirkjuráð fer með framkvæmdarvald í málefiium þjóðkirkjunnar. Biskup íslands er
forseti kirkjuráðs.
b. Skipan kirkjuráðs
22. gr.
Kirkjuráð er, auk biskups Islands, skipað fjórum mönnum, tveimur guðfræðingum
og tveimur leikmönnum, sem kirkjuþing kýs, og skulu varamenn kosnir með sama hætti.
179